Sjálfstæðisþingmenn óttast framboð Árna 24. nóvember 2006 06:30 Mikill ótti er meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins um að flokkurinn geti skaðast verði Árni Johnsen á lista í Suðurkjördæmi í kosningunum í vor. Árni hafnaði í öðru sæti í nýafstöðnu prófkjöri flokksins í kjördæminu. Málið hefur verið rætt á fundum þingflokksins og herma heimildir Fréttablaðsins að víðtæk og hörð andstaða sé meðal þingmanna við að flokkurinn bjóði Árna fram til Alþingis. Meta þeir stöðuna þannig að framboð hans kunni að draga úr stuðningi kjósenda við flokkinn um land allt. Telja þeir óánægjuna það mikla að um geti munað. Umræðan hefur komist á slíkt stig að þingmenn segja jafnvel farsælla að Árni bjóði fram sér í Suðurkjördæmi – þó hann höggvi í fylgi Sjálfstæðisflokksins þar – heldur en að hætta á að úr fylginu dragi í öllum kjördæmum. Áhyggjur af máli Árna kraumuðu lengi undir niðri en segja má að upp úr hafi soðið eftir að hann lýsti yfir að lögbrot þau sem hann hlaut tveggja ára fangelsisdóm fyrir hafi verið tæknileg mistök. Eftir þá yfirlýsingu hafa tvenn opinber viðbrögð komið fram innan úr flokknum; annars vegar yfirlýsing Sambands ungra sjálfstæðismanna þar sem sett var ofan í við Árna og hins vegar orð Geirs H. Haarde flokksformanns í Morgunblaðinu. Sagði hann ummæli Árna mjög óheppileg og ekki rétta lýsingu á brotunum sem Árni var dæmdur fyrir. Þá hefur komið fram að fólk hafi sagt sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna máls Árna. Fréttablaðið hefur upplýsingar um að margir hafi lýst óánægju og áhyggum yfir Árna við forystumenn flokksins, ýmist bréflega eða í samtölum. Þá hefur blaðið upplýsingar um að Landssamband sjálfstæðiskvenna hafi í bígerð að senda formanninum erindi þar sem þungum áhyggjum af framboði Árna er lýst. Stjórn kjördæmisráðs Suðurkjördæmis gerir tillögu um framboðslista til kjördæmisþings. Viðmælendum Fréttablaðsins bar saman um að stjórninni væri ekki stætt á öðru en að gera tillögu um að Árni Johnsen skipi annað sætið, líkt og hann hlaut kosningu til í prófkjörinu. Eins og sakir standa sé það því undir honum sjálfum komið hvort hann verði í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum í vor. Innlent Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Mikill ótti er meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins um að flokkurinn geti skaðast verði Árni Johnsen á lista í Suðurkjördæmi í kosningunum í vor. Árni hafnaði í öðru sæti í nýafstöðnu prófkjöri flokksins í kjördæminu. Málið hefur verið rætt á fundum þingflokksins og herma heimildir Fréttablaðsins að víðtæk og hörð andstaða sé meðal þingmanna við að flokkurinn bjóði Árna fram til Alþingis. Meta þeir stöðuna þannig að framboð hans kunni að draga úr stuðningi kjósenda við flokkinn um land allt. Telja þeir óánægjuna það mikla að um geti munað. Umræðan hefur komist á slíkt stig að þingmenn segja jafnvel farsælla að Árni bjóði fram sér í Suðurkjördæmi – þó hann höggvi í fylgi Sjálfstæðisflokksins þar – heldur en að hætta á að úr fylginu dragi í öllum kjördæmum. Áhyggjur af máli Árna kraumuðu lengi undir niðri en segja má að upp úr hafi soðið eftir að hann lýsti yfir að lögbrot þau sem hann hlaut tveggja ára fangelsisdóm fyrir hafi verið tæknileg mistök. Eftir þá yfirlýsingu hafa tvenn opinber viðbrögð komið fram innan úr flokknum; annars vegar yfirlýsing Sambands ungra sjálfstæðismanna þar sem sett var ofan í við Árna og hins vegar orð Geirs H. Haarde flokksformanns í Morgunblaðinu. Sagði hann ummæli Árna mjög óheppileg og ekki rétta lýsingu á brotunum sem Árni var dæmdur fyrir. Þá hefur komið fram að fólk hafi sagt sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna máls Árna. Fréttablaðið hefur upplýsingar um að margir hafi lýst óánægju og áhyggum yfir Árna við forystumenn flokksins, ýmist bréflega eða í samtölum. Þá hefur blaðið upplýsingar um að Landssamband sjálfstæðiskvenna hafi í bígerð að senda formanninum erindi þar sem þungum áhyggjum af framboði Árna er lýst. Stjórn kjördæmisráðs Suðurkjördæmis gerir tillögu um framboðslista til kjördæmisþings. Viðmælendum Fréttablaðsins bar saman um að stjórninni væri ekki stætt á öðru en að gera tillögu um að Árni Johnsen skipi annað sætið, líkt og hann hlaut kosningu til í prófkjörinu. Eins og sakir standa sé það því undir honum sjálfum komið hvort hann verði í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum í vor.
Innlent Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira