Íslenskt sjónvarpsefni aukið á RÚV 29. september 2006 00:01 Nú verða sagðar fréttir. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Páll Magnússon útvarpsstjóri fluttu fréttir af nýjum samningi um hlutverk og skyldur RÚV í gær. MYND/heiða Hlutfall innlends dagskrárefnis á kjörtíma (19.00-23.00) Sjónvarpsins eykst úr 44 prósentum nú í 65 prósent á næstu fimm árum. Á sama tíma skal Sjónvarpið kaupa innlent dagskrárefni af sjálfstæðum framleiðendum fyrir meira en tvöfalda þá upphæð sem nú er keypt fyrir. Þetta er meðal þess sem kveðið er á um í nýjum samningi menntamálaráðuneytisins og Ríkisútvarpsins um þjónustu RÚV. Samningurinn, sem nær til ársins 2011, hefur ekki verið undarritaður og öðlast ekki gildi fyrr en Ríkisútvarpið er orðið að hlutafélagi í eigu ríksins. Frumvarp þar að lútandi verður lagt fram í næstu viku. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir samninginn ekki nauðsynlegan fylgifisk nýrra laga um RÚV en telur efni hans skerpa hlutverk þess. Þarna kemur fram til hvers við ætlumst af RÚV og að forgangsraðað verði í þágu innlendrar dagskrárgerðar, textunar, barnaefnis og svo framvegis. Ríkisútvapið kaupir í dag innlent sjónvarpsefni af sjálfstæðum framleiðendum fyrir um 100 milljónir á ári. Við lok samningstímans 2011 skal RÚV kaupa slíkt efni fyrir 250 milljónir. Um leið er rágðert að RÚV auki eigin framleiðslu. Páll Magnússon útvarpsstjóri segir miklar kröfur gerðar til Ríkisútvarpsins í samningnum og hann virki hvetjandi á starfsfólk. Ég lít á samninginn sem svipu á okkur til að fara markvisst og hraðar í þá átt, sem við öll viljum fara í, að auka innlent efni í dagskránni. Mælikvarðar verði á dagskránni og vel fylgst með hvort kröfurnar séu uppfylltar. Það verður erfitt að uppfylla þetta enda meira en að segja það að auka hlutdeild innlends efnis á kjörtíma í sjónvarpi um 50 prósent. En við gerum það samt, segir Páll. Auk almennra ákvæða sem snúa að þjónustu Ríkisútvarpsins í almannaþágu eru einstök atriði í samningnum sem kveða á um breytingar. Fjöldi textaðra klukkustunda skal aukast að lágmarki um 100 prósent frá upphafi samningstímans til loka hans, leitast skal við að miðla fréttum og upplýsingum á erlendu tungumáli og sjónvarpsefni á Norðurlandamálum skal að jafnaði vera að lágmarki fimm prósent af útsendu efni. Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Hlutfall innlends dagskrárefnis á kjörtíma (19.00-23.00) Sjónvarpsins eykst úr 44 prósentum nú í 65 prósent á næstu fimm árum. Á sama tíma skal Sjónvarpið kaupa innlent dagskrárefni af sjálfstæðum framleiðendum fyrir meira en tvöfalda þá upphæð sem nú er keypt fyrir. Þetta er meðal þess sem kveðið er á um í nýjum samningi menntamálaráðuneytisins og Ríkisútvarpsins um þjónustu RÚV. Samningurinn, sem nær til ársins 2011, hefur ekki verið undarritaður og öðlast ekki gildi fyrr en Ríkisútvarpið er orðið að hlutafélagi í eigu ríksins. Frumvarp þar að lútandi verður lagt fram í næstu viku. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir samninginn ekki nauðsynlegan fylgifisk nýrra laga um RÚV en telur efni hans skerpa hlutverk þess. Þarna kemur fram til hvers við ætlumst af RÚV og að forgangsraðað verði í þágu innlendrar dagskrárgerðar, textunar, barnaefnis og svo framvegis. Ríkisútvapið kaupir í dag innlent sjónvarpsefni af sjálfstæðum framleiðendum fyrir um 100 milljónir á ári. Við lok samningstímans 2011 skal RÚV kaupa slíkt efni fyrir 250 milljónir. Um leið er rágðert að RÚV auki eigin framleiðslu. Páll Magnússon útvarpsstjóri segir miklar kröfur gerðar til Ríkisútvarpsins í samningnum og hann virki hvetjandi á starfsfólk. Ég lít á samninginn sem svipu á okkur til að fara markvisst og hraðar í þá átt, sem við öll viljum fara í, að auka innlent efni í dagskránni. Mælikvarðar verði á dagskránni og vel fylgst með hvort kröfurnar séu uppfylltar. Það verður erfitt að uppfylla þetta enda meira en að segja það að auka hlutdeild innlends efnis á kjörtíma í sjónvarpi um 50 prósent. En við gerum það samt, segir Páll. Auk almennra ákvæða sem snúa að þjónustu Ríkisútvarpsins í almannaþágu eru einstök atriði í samningnum sem kveða á um breytingar. Fjöldi textaðra klukkustunda skal aukast að lágmarki um 100 prósent frá upphafi samningstímans til loka hans, leitast skal við að miðla fréttum og upplýsingum á erlendu tungumáli og sjónvarpsefni á Norðurlandamálum skal að jafnaði vera að lágmarki fimm prósent af útsendu efni.
Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira