Lögbrot að tilgreina ekki upprunaland hráefnis 20. september 2006 19:32 Dæmi eru um það á Íslandi að upprunaland hráefnis í matvörum sé ekki tilgreint á umbúðum. Talsmaður neytenda segir framleiðendum skylt að hafa þessar upplýsingar á umbúðunum. Í fréttum NFS í fyrradag var greint frá því að baktería í amerísku spínati, sem finna má í matvörutegundum hér á landi, hafi valdið veikindum hjá að minnsta kosti hundrað manns, og einu mannsláti, í Bandaríkjunum að undanförnu. Umrædd matvara var umsvifalaust innkölluð bæði hér og vestan hafs. Þrjár vörutegundir frá fyrirtækinu Hollt og gott eru á meðal þeirra vörutegunda sem voru innkallaðar, en þær eru merktar „Spínat", „Veislusalat" og „Kryddsalat". Á umbúðum vörutegundanna þriggja sem um ræðir kemur ekki fram upprunaland hráefnisins. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, segir þar ekki farið eftir lagabókstafnum. Vísar hann þar í lög um matvæli frá 1995 en þar segir m.a. í 11. grein að óheimilt sé að hafa matvæli á boðstólum eða dreifa þeim þannig að þau blekki kaupanda að því er varðar uppruna, tegund, gæðaflokkun, samsetningu magn, eðli eða áhrif. Máni Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Hollt og gott, segir að hráefnið sem fyrirtækið noti komi víðs vegar að, en þar sé ekki um að ræða fullunna vöru. Það sé síðan meðhöndlað og pakkað hér á landi. Og Máni segir að íslensk lög um matvæli og merkingar þeirra séu misvísandi. Aðspurður hvort þörf sé á skýrari lögum og reglum um þessi mál segir Gísli að það fari eftir því hvert framhald þessa máls verði; hvort heilbrigðisnefndir á vegum sveitarfélaganna geri eitthvað í þessu eða telji lögin óskýr. „Ég hef ekki tekið afstöðu til þess en ég geri ráð fyrir að það komi fljótlega í ljós hvort að eitthvað brugðist við þessu," segir Gísli. Við þetta má bæta að ekki er enn vitað hvort vörurnar sem innkallaðar voru hér á landi séu mengaðar af bakteríunni sem fannst í spínatinu vestan hafs. Niðurstöður eiga hins vegar að liggja fyrir á næstu dögum. Fréttir Innlent Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Dæmi eru um það á Íslandi að upprunaland hráefnis í matvörum sé ekki tilgreint á umbúðum. Talsmaður neytenda segir framleiðendum skylt að hafa þessar upplýsingar á umbúðunum. Í fréttum NFS í fyrradag var greint frá því að baktería í amerísku spínati, sem finna má í matvörutegundum hér á landi, hafi valdið veikindum hjá að minnsta kosti hundrað manns, og einu mannsláti, í Bandaríkjunum að undanförnu. Umrædd matvara var umsvifalaust innkölluð bæði hér og vestan hafs. Þrjár vörutegundir frá fyrirtækinu Hollt og gott eru á meðal þeirra vörutegunda sem voru innkallaðar, en þær eru merktar „Spínat", „Veislusalat" og „Kryddsalat". Á umbúðum vörutegundanna þriggja sem um ræðir kemur ekki fram upprunaland hráefnisins. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, segir þar ekki farið eftir lagabókstafnum. Vísar hann þar í lög um matvæli frá 1995 en þar segir m.a. í 11. grein að óheimilt sé að hafa matvæli á boðstólum eða dreifa þeim þannig að þau blekki kaupanda að því er varðar uppruna, tegund, gæðaflokkun, samsetningu magn, eðli eða áhrif. Máni Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Hollt og gott, segir að hráefnið sem fyrirtækið noti komi víðs vegar að, en þar sé ekki um að ræða fullunna vöru. Það sé síðan meðhöndlað og pakkað hér á landi. Og Máni segir að íslensk lög um matvæli og merkingar þeirra séu misvísandi. Aðspurður hvort þörf sé á skýrari lögum og reglum um þessi mál segir Gísli að það fari eftir því hvert framhald þessa máls verði; hvort heilbrigðisnefndir á vegum sveitarfélaganna geri eitthvað í þessu eða telji lögin óskýr. „Ég hef ekki tekið afstöðu til þess en ég geri ráð fyrir að það komi fljótlega í ljós hvort að eitthvað brugðist við þessu," segir Gísli. Við þetta má bæta að ekki er enn vitað hvort vörurnar sem innkallaðar voru hér á landi séu mengaðar af bakteríunni sem fannst í spínatinu vestan hafs. Niðurstöður eiga hins vegar að liggja fyrir á næstu dögum.
Fréttir Innlent Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira