Kennarar krafnir um endurgreiðslu launa 20. september 2006 07:30 Verkfall 2004 Kennarar eru nú krafðir um ofgreidd laun frá 2004 vegna mistaka starfsmanns Reykjavíkurborgar. MYND/E.ól Fimmtán grunnskólakennurum í Reykjavík er gert að endurgreiða ofgreidd laun frá árinu 2004. Mannlegum mistökum starfsmanns borgarinnar er um að kenna. Upphæðirnar nema frá tugum þúsunda en þeir sem verst verða úti þurfa að greiða á annað hundrað þúsund króna. Ingunn Gísladóttir, starfsmannastjóri menntasviðs Reykjavíkurborgar, segir ofgreiðsluna tilkomna í kennaraverkfallinu haustið 2004. „Það var samið við kennara um fyrirframgreiðslu sem kæmi til frádráttar næstu mánaðamót á eftir. Um síðustu mánaðamót kom í ljós að þessi greiðsla var ekki tekin til baka.“ Ingunn segir að um mannleg mistök sé að ræða. „Ég geri mér fullkomlega grein fyrir að þetta er afskaplega óheppilegt.“ Spurð hvort ekki hafi komið til greina að borgin bæri kostnaðinn vegna þessara mistaka segir Ingunn að engar heimildir séu fyrir slíku. „Ábyrgðin er líka að hluta til hjá starfsmanninum sem tekur við greiðslunni.“ Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir kennara hafa leitað til félagsins vegna málsins og búið sé að koma mótmælum til borgaryfirvalda vegna þess. „Þeir kennarar sem tóku við þessum launum í góðri trú gátu ekki vitað að þeir hefðu fengið ofgreitt. Á þeim forsendum finnst okkur afar ósanngjarnt að krefjast endurgreiðslu á þennan hátt núna.“ Ólafur segir að leitað verði til borgarinnar um lausn málsins en ef það skili ekki árangri þá muni lögfræðingur félagsins fá málið til umfjöllunar. Innlent Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Sjá meira
Fimmtán grunnskólakennurum í Reykjavík er gert að endurgreiða ofgreidd laun frá árinu 2004. Mannlegum mistökum starfsmanns borgarinnar er um að kenna. Upphæðirnar nema frá tugum þúsunda en þeir sem verst verða úti þurfa að greiða á annað hundrað þúsund króna. Ingunn Gísladóttir, starfsmannastjóri menntasviðs Reykjavíkurborgar, segir ofgreiðsluna tilkomna í kennaraverkfallinu haustið 2004. „Það var samið við kennara um fyrirframgreiðslu sem kæmi til frádráttar næstu mánaðamót á eftir. Um síðustu mánaðamót kom í ljós að þessi greiðsla var ekki tekin til baka.“ Ingunn segir að um mannleg mistök sé að ræða. „Ég geri mér fullkomlega grein fyrir að þetta er afskaplega óheppilegt.“ Spurð hvort ekki hafi komið til greina að borgin bæri kostnaðinn vegna þessara mistaka segir Ingunn að engar heimildir séu fyrir slíku. „Ábyrgðin er líka að hluta til hjá starfsmanninum sem tekur við greiðslunni.“ Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir kennara hafa leitað til félagsins vegna málsins og búið sé að koma mótmælum til borgaryfirvalda vegna þess. „Þeir kennarar sem tóku við þessum launum í góðri trú gátu ekki vitað að þeir hefðu fengið ofgreitt. Á þeim forsendum finnst okkur afar ósanngjarnt að krefjast endurgreiðslu á þennan hátt núna.“ Ólafur segir að leitað verði til borgarinnar um lausn málsins en ef það skili ekki árangri þá muni lögfræðingur félagsins fá málið til umfjöllunar.
Innlent Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Sjá meira