Jónsi fallegastur en Bubbi galar hæst 18. september 2006 05:00 Jónsi í svörtum fötum - Fallegasti hani landsins í gífurlegum fíling. Árleg sýning eigenda- og ræktendafélags landnámshænsna var haldin á Hrafnagili í ágúst. Alls voru sýndir um sjötíu fuglar. Um sjö hundruð manns tóku þátt í vali á fallegustu fuglunum og voru úrslit þau að Grána þótti fallegasta hænan en Jónsi í svörtum fötum fallegasti haninn. Verðlaunahænan er í eigu Atla Vigfússonar á Laxamýri en Jónsi í svörtum fötum er í eigu Einars Gíslasonar á Brúnum í Eyjafirði. Dætur Einars nefndu hanann eftir söngvaranum góðkunna, sem er í miklu uppáhaldi. Þetta er afskaplega mikill heiður fyrir hanann, segir Einar og bætir við: Jónsi deilir konungsdæmi sínu og 30 hænum með öðrum hana, Edda, sem er nefndur eftir nágrannakonu minni. Jónsi er miklu meira númer en Eddi og það hefur auðvitað ekkert minnkað í honum fílingurinn eftir kosninguna. Einar, sem kennir við Hrafnagilsskóla, segir hænsnaræktunina aðallega vera skemmtilegt hobbí. Það er þó staðreynd að það eru miklu betri eggin úr landnámshænunum og svo eru þær miklu viljugri að liggja á en ræktuðu hænsnin. Það er búið að rækta alla móðurtilfinningu úr þeim. Á landnámshænsnasýningunni voru hanar einnig raddmældir. Myndaðist gífurlegur hávaði á sýningarsvæðinu þegar fimmtán hanar göluðu hver í kapp við annan. Af mörgum kröftugum hönum reyndist Bubbi raddsterkasti hani landsins. Gal hans mældist 96 desibil, sem er svipaður hávaði og inni á meðal diskóteki. Eigandi Bubba er Ingi V. Gunnlaugsson í Ólafsfirði. Innlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira
Árleg sýning eigenda- og ræktendafélags landnámshænsna var haldin á Hrafnagili í ágúst. Alls voru sýndir um sjötíu fuglar. Um sjö hundruð manns tóku þátt í vali á fallegustu fuglunum og voru úrslit þau að Grána þótti fallegasta hænan en Jónsi í svörtum fötum fallegasti haninn. Verðlaunahænan er í eigu Atla Vigfússonar á Laxamýri en Jónsi í svörtum fötum er í eigu Einars Gíslasonar á Brúnum í Eyjafirði. Dætur Einars nefndu hanann eftir söngvaranum góðkunna, sem er í miklu uppáhaldi. Þetta er afskaplega mikill heiður fyrir hanann, segir Einar og bætir við: Jónsi deilir konungsdæmi sínu og 30 hænum með öðrum hana, Edda, sem er nefndur eftir nágrannakonu minni. Jónsi er miklu meira númer en Eddi og það hefur auðvitað ekkert minnkað í honum fílingurinn eftir kosninguna. Einar, sem kennir við Hrafnagilsskóla, segir hænsnaræktunina aðallega vera skemmtilegt hobbí. Það er þó staðreynd að það eru miklu betri eggin úr landnámshænunum og svo eru þær miklu viljugri að liggja á en ræktuðu hænsnin. Það er búið að rækta alla móðurtilfinningu úr þeim. Á landnámshænsnasýningunni voru hanar einnig raddmældir. Myndaðist gífurlegur hávaði á sýningarsvæðinu þegar fimmtán hanar göluðu hver í kapp við annan. Af mörgum kröftugum hönum reyndist Bubbi raddsterkasti hani landsins. Gal hans mældist 96 desibil, sem er svipaður hávaði og inni á meðal diskóteki. Eigandi Bubba er Ingi V. Gunnlaugsson í Ólafsfirði.
Innlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira