Kjósendur sýndu þrautseigju 30. janúar 2005 00:01 Kosningarnar í Írak í dag voru blóði drifnar. Þær einkenndust af árásum hryðjuverkamanna og þrautseigju Íraka, sem flykktust á kjörstaði þrátt fyrir hættuna. Spáð var hrinu blóðugra og mannskæðra árása í dag og sú spá gekk eftir. Staðfest hefur verið að þrjátíu og þrír týndu lífi í árásum víðsvegar um landið og hryðjuverkahópur Abu Musabs al-Zarqawis kveðst hafa sent þrettán hryðjuverkamenn í sjálfsmorðsleiðangra. En tíðindi dagsins eru ekki árásirnar heldur kosningaþátttakan. Svo virðist sem mikill fjöldi Íraka hafi tekið því fagnandi að hafa tækifæri til að kjósa og skeytt engu um hótanir hryðjuverkamanna. Tuttugu og sjö milljónir búa í Írak og þar af skráðu um þrettán milljónir sig á kjörskrá. Kjörstjórn telur að yfir sextíu prósent skráðra kjósenda hafi mætt á kjörstað sem má túlka sem svo að Írakar hafi viljað senda ótvírætt merki um vilja sinn. Kjörstjórnin virðist hafa verið sínu ákafari og greindi frá því síðdegis að yfir 72 prósent hefðu þegar greitt atkvæði; það var dregið til baka skömmu síðar. Sums staðar er kjörsókn sögð hafa farið yfir 95 prósent en annars staðar var þó greinilega ringulreið. Einn kjósandi í bænum Beiji greindi fjölmiðlum frá því að hann hafi farið tvisvar á kjörstað í bænum en þar hafi engan verið að finna. Fregnir af þessu tagi bárust frá nokkrum bæjum og hverfum Súnníta sem sagðir eru hafa setið heima á meðan Kúrdar og Sjítar notfærðu sér kosningarétt sinn í ríkari mæli. Talsmenn bráðabirgðastjórnar Íraks voru hæstánægðir með daginn og Bandaríkjastjórn getur hakað við kosningarnar á stuttum lista þess sem vel gengur í Írak. Bush Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi á sjöunda tímanum að kosningarnar í Írak væru afgerandi sigur og að Írakar hefðu hafnað ólýðræðislegri hugmyndafræði hryðjuverkamanna. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir þetta merkisdag fyrir íröksku þjóðina. Um landið allt hafi Írakar steymt á kjörstaði þrátt fyrir hótanir al-Zarqawis. „Þetta er upphafið að nýjum tíma í Írak,“ segir Rice. Úrslit kosninganna liggja fyrir í vikunni en ljóst að að Sjítar verða sigurvegararnir, þó að óvíst sé að þeir verði alráðir. Nú er þess beðið með eftirvæntingu að sjá hvort að kosningin markar tímamót, og þá hvers eðlis þau verða: hvort að Írak þróast nú í átt að sjálfstæðu lýðræðisríki eða hvort að sundrung geri vart við sig og uppreisnarmönnum vex ásmeginn. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Sjá meira
Kosningarnar í Írak í dag voru blóði drifnar. Þær einkenndust af árásum hryðjuverkamanna og þrautseigju Íraka, sem flykktust á kjörstaði þrátt fyrir hættuna. Spáð var hrinu blóðugra og mannskæðra árása í dag og sú spá gekk eftir. Staðfest hefur verið að þrjátíu og þrír týndu lífi í árásum víðsvegar um landið og hryðjuverkahópur Abu Musabs al-Zarqawis kveðst hafa sent þrettán hryðjuverkamenn í sjálfsmorðsleiðangra. En tíðindi dagsins eru ekki árásirnar heldur kosningaþátttakan. Svo virðist sem mikill fjöldi Íraka hafi tekið því fagnandi að hafa tækifæri til að kjósa og skeytt engu um hótanir hryðjuverkamanna. Tuttugu og sjö milljónir búa í Írak og þar af skráðu um þrettán milljónir sig á kjörskrá. Kjörstjórn telur að yfir sextíu prósent skráðra kjósenda hafi mætt á kjörstað sem má túlka sem svo að Írakar hafi viljað senda ótvírætt merki um vilja sinn. Kjörstjórnin virðist hafa verið sínu ákafari og greindi frá því síðdegis að yfir 72 prósent hefðu þegar greitt atkvæði; það var dregið til baka skömmu síðar. Sums staðar er kjörsókn sögð hafa farið yfir 95 prósent en annars staðar var þó greinilega ringulreið. Einn kjósandi í bænum Beiji greindi fjölmiðlum frá því að hann hafi farið tvisvar á kjörstað í bænum en þar hafi engan verið að finna. Fregnir af þessu tagi bárust frá nokkrum bæjum og hverfum Súnníta sem sagðir eru hafa setið heima á meðan Kúrdar og Sjítar notfærðu sér kosningarétt sinn í ríkari mæli. Talsmenn bráðabirgðastjórnar Íraks voru hæstánægðir með daginn og Bandaríkjastjórn getur hakað við kosningarnar á stuttum lista þess sem vel gengur í Írak. Bush Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi á sjöunda tímanum að kosningarnar í Írak væru afgerandi sigur og að Írakar hefðu hafnað ólýðræðislegri hugmyndafræði hryðjuverkamanna. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir þetta merkisdag fyrir íröksku þjóðina. Um landið allt hafi Írakar steymt á kjörstaði þrátt fyrir hótanir al-Zarqawis. „Þetta er upphafið að nýjum tíma í Írak,“ segir Rice. Úrslit kosninganna liggja fyrir í vikunni en ljóst að að Sjítar verða sigurvegararnir, þó að óvíst sé að þeir verði alráðir. Nú er þess beðið með eftirvæntingu að sjá hvort að kosningin markar tímamót, og þá hvers eðlis þau verða: hvort að Írak þróast nú í átt að sjálfstæðu lýðræðisríki eða hvort að sundrung geri vart við sig og uppreisnarmönnum vex ásmeginn.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Sjá meira