Bandarískir hermenn á nálum 24. janúar 2005 00:01 Gríðarleg spenna liggur í loftinu í Írak nú þegar aðeins sex dagar eru í þingkosningar. Bandarískir hermenn í landinu eru á nálum því að árásir andspyrnumanna eru eins og rigningin: maður veit aldrei hvar hún lendir. Þetta segir sjónvarpsmaðurinn Jón Ársæll Þórðarson sem er á ferð með bandaríska hernum í Írak. Jón Ársæll og Ingi R. Ragnarsson kvikmyndatökumaður eru staddir í bandarískum herbúðum um 180 kílómetra norðvestur af Bagdadborg. Þar eru þeir að taka upp þætti fyrir þáttaröðina um Sjálfstætt fólk um íslenska stúlku sem er hermaður í Bandaríkjaher. Þeir félagar segjast ekki hafa farið varhluta af spennunni sem nú magnast í Írak vegna þingkosninganna sem haldnar verða um næstu helgi. Jón segir greinilegt að Bandaríkjamenn ætli að leggja allt í sölurnar til að þær geti farið eðlilega fram, enda kosningarnar þeim augljóslega mikils virði. Hermenn verða t.d. á kjörstöðum víða um landið. Jón Ársæll segir að þrátt fyrir daglegar fréttir frá Írak hafi ástandið þar komið sér verulega á óvart. Ekki sé um venjulega hersetu Bandaríkjahers að ræða, það fari ekki á milli mála að enn geisar stríð í landinu og bandarísku hermennirnir í Írak óttist um líf sitt. Árásir séu gerðar daglega og hermennirnir í rauninni í stríði við allt og alla því þeir viti ekki hvernig óvinurinn líti út. Hann stekkur bara óforvarandis út úr mannfjöldanum. Hvað sitt öryggi varðar segir Jón að hann og Ingi séu á svæði sem sé tiltölulega öruggt. Þó gildi vissulega strangar reglur sem þeim hafi verið settar og fylgja þeir þeim í hvívetna. „En þetta er eins og rigningin: maður veit aldrei hvar skúrirnar koma,“ segir Jón Ársæll. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Sjá meira
Gríðarleg spenna liggur í loftinu í Írak nú þegar aðeins sex dagar eru í þingkosningar. Bandarískir hermenn í landinu eru á nálum því að árásir andspyrnumanna eru eins og rigningin: maður veit aldrei hvar hún lendir. Þetta segir sjónvarpsmaðurinn Jón Ársæll Þórðarson sem er á ferð með bandaríska hernum í Írak. Jón Ársæll og Ingi R. Ragnarsson kvikmyndatökumaður eru staddir í bandarískum herbúðum um 180 kílómetra norðvestur af Bagdadborg. Þar eru þeir að taka upp þætti fyrir þáttaröðina um Sjálfstætt fólk um íslenska stúlku sem er hermaður í Bandaríkjaher. Þeir félagar segjast ekki hafa farið varhluta af spennunni sem nú magnast í Írak vegna þingkosninganna sem haldnar verða um næstu helgi. Jón segir greinilegt að Bandaríkjamenn ætli að leggja allt í sölurnar til að þær geti farið eðlilega fram, enda kosningarnar þeim augljóslega mikils virði. Hermenn verða t.d. á kjörstöðum víða um landið. Jón Ársæll segir að þrátt fyrir daglegar fréttir frá Írak hafi ástandið þar komið sér verulega á óvart. Ekki sé um venjulega hersetu Bandaríkjahers að ræða, það fari ekki á milli mála að enn geisar stríð í landinu og bandarísku hermennirnir í Írak óttist um líf sitt. Árásir séu gerðar daglega og hermennirnir í rauninni í stríði við allt og alla því þeir viti ekki hvernig óvinurinn líti út. Hann stekkur bara óforvarandis út úr mannfjöldanum. Hvað sitt öryggi varðar segir Jón að hann og Ingi séu á svæði sem sé tiltölulega öruggt. Þó gildi vissulega strangar reglur sem þeim hafi verið settar og fylgja þeir þeim í hvívetna. „En þetta er eins og rigningin: maður veit aldrei hvar skúrirnar koma,“ segir Jón Ársæll.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Sjá meira