Mannsins enn leitað
Lögreglan í Reykjavík hefur ekki enn haft uppi á manni á fimmtugsaldri sem grunaður er um að hafa nauðgað konu á þrítugsaldri í fyrrinótt. Konan kom á lögreglustöð í gær og kærði manninn fyrir nauðgun. Karlmaðurinn og konan þekktust og er því vitað hver maðurinn er.