Átti ekki að fá gild skírteini 27. júlí 2005 00:01 Flugvélin sem hrapaði í Skerjafirði um verslunarmannahelgina árið 2000 átti ekki að fá skráningar- og lofthæfisskírteini í því ástandi sem hún var, samkvæmt skýrslu sérskipaðrar rannsóknarnefndar undir forystu Sigurðar Líndals lagaprófessors, sem samgönguráðherra skipaði. Samkvæmt heimildum fréttastofu kemur fram að vélin sem var af gerðinni Cessna 210, hefði hvorki haft skráningar né lofthæfisskírteini ef rétt hefði verið staðið að málum. Slysið varð um verslunarmannhelgina árið 2000 og var vélin að koma frá Vestmannaeyjum og í því létust fimm farþegar og flugmaðurinn. Flugmálastjórn hafði áður viðurkennt að vélin hefði hvorugt skírteinið átt að fá en en vísaði ábyrgðinni á viðhaldsverkstæði flugrekandans Ísleifs Ottesen, þar sem gögnin sem lágu til grundvallar hafi ekki verið fullnægjandi. Flugmálayfirvöld bera hinsvegar ábyrgðina samkvæmt skýrslunni núna, enda hefðu þeir átt að sannreyna gögnin. Deilt var á flugmálayfirvöld á sínum tíma fyrir það að viðhaldsverkstæðið hefði selt hreyfilinn úr landi áður en rannsóknin var til lykta leidd. Deilt var um hvort hreyfilinn hefði verið úrbræddur. Skýrsluhöfundar núna telja hinsvegar að þetta hafi ekki valdið straumhvörfum í málinu og hefði ekki haft áhrif á niðurstöður nefndarinnar núna. Á það er þó fallist með rannsóknarnefnd flugslysa að líklegast sé að eldsneytisskortur og þreyta flugmanns hafi valdið sjálfu slysinu. Í grófum dráttum komast skýrsluhöfundar þó að svipuðum niðurstöðum og rannsóknarnefnd flugslysa en efnið er mun yfirgripsmeira enda horft til fleiri þátta. Skýrslan verður líklega kynnt fjölmiðlum á föstudag. Flugslys í Skerjafirði 2000 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Flugvélin sem hrapaði í Skerjafirði um verslunarmannahelgina árið 2000 átti ekki að fá skráningar- og lofthæfisskírteini í því ástandi sem hún var, samkvæmt skýrslu sérskipaðrar rannsóknarnefndar undir forystu Sigurðar Líndals lagaprófessors, sem samgönguráðherra skipaði. Samkvæmt heimildum fréttastofu kemur fram að vélin sem var af gerðinni Cessna 210, hefði hvorki haft skráningar né lofthæfisskírteini ef rétt hefði verið staðið að málum. Slysið varð um verslunarmannhelgina árið 2000 og var vélin að koma frá Vestmannaeyjum og í því létust fimm farþegar og flugmaðurinn. Flugmálastjórn hafði áður viðurkennt að vélin hefði hvorugt skírteinið átt að fá en en vísaði ábyrgðinni á viðhaldsverkstæði flugrekandans Ísleifs Ottesen, þar sem gögnin sem lágu til grundvallar hafi ekki verið fullnægjandi. Flugmálayfirvöld bera hinsvegar ábyrgðina samkvæmt skýrslunni núna, enda hefðu þeir átt að sannreyna gögnin. Deilt var á flugmálayfirvöld á sínum tíma fyrir það að viðhaldsverkstæðið hefði selt hreyfilinn úr landi áður en rannsóknin var til lykta leidd. Deilt var um hvort hreyfilinn hefði verið úrbræddur. Skýrsluhöfundar núna telja hinsvegar að þetta hafi ekki valdið straumhvörfum í málinu og hefði ekki haft áhrif á niðurstöður nefndarinnar núna. Á það er þó fallist með rannsóknarnefnd flugslysa að líklegast sé að eldsneytisskortur og þreyta flugmanns hafi valdið sjálfu slysinu. Í grófum dráttum komast skýrsluhöfundar þó að svipuðum niðurstöðum og rannsóknarnefnd flugslysa en efnið er mun yfirgripsmeira enda horft til fleiri þátta. Skýrslan verður líklega kynnt fjölmiðlum á föstudag.
Flugslys í Skerjafirði 2000 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira