Dómur styttur vegna ónógra sannana 19. maí 2005 00:01 Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari vildi sýkna þá bræður. MYND/E.Ól Hæstiréttur stytti í dag fangelsisdóm yfir Rúnari Ben Maitsland og tvíburabróður hans, Davíð Ben Maitsland, vegna ónógra sönnunargagna. Þeim er gefið að sök að hafa smyglað til landsins um 30 kílóum af hassi, sem aldrei var lagt hald á. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari vildi sýkna þá bræður. Í héraðsdómi var Rúnar Ben dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir innflutning á fíkniefnunum. Dómur Hæastaréttar hljóðar upp á fjögur og hálft ár. Þá var fangelsisdómur yfir Davíð Ben styttur úr fjóru og hálfu ári í þrjú. Hvorugur sakborninga var viðstaddur dómsuppkvaðningu en Rúnar Ben afplánar enn fimm ára fangelsisdóm vegna stórs fíkniefnamáls sem dæmt var í árið 2003. Dómurinn í dag er einn angi þess máls og tengist þýsk-íslenskum smyglhring. Rúnari Ben er gefið að sök að hafa staðið fyrir innflutningi á 27 kílóum af kannabisefnum frá Þýskalandi í tíu ferðum af flugfarþegum um Keflavíkurflugvöll árið 2002 og af farþega með skipi um Seyðisfjarðarhöfn. Í samráði við Rúnar hafi Davíð Ben svo í sjö skipti tekið við 23 kílóum af efnunum. Efnin hafi svo verið seld, en götuverðmæti þeirra hafi verið um 50 milljónir króna. Bræðurnir neituðu sakargiftum og þar sem aldrei var lagt hald á efnin byggist dómurinn á margvíslegum gögnum sem bentu til sektar tvíburabræðranna, t.d. símhlerunum. Einn dómaranna, Jón Steinar Gunnlaugsson, skilaði sératkvæði í málinu og telur að ákæruvaldið hafi ekki sannað fíkniefnainnflutning bræðranna og ekki heldur að Davíð Ben hafi tekið við efnunum eða að þeir hafi selt þau. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Hæstiréttur stytti í dag fangelsisdóm yfir Rúnari Ben Maitsland og tvíburabróður hans, Davíð Ben Maitsland, vegna ónógra sönnunargagna. Þeim er gefið að sök að hafa smyglað til landsins um 30 kílóum af hassi, sem aldrei var lagt hald á. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari vildi sýkna þá bræður. Í héraðsdómi var Rúnar Ben dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir innflutning á fíkniefnunum. Dómur Hæastaréttar hljóðar upp á fjögur og hálft ár. Þá var fangelsisdómur yfir Davíð Ben styttur úr fjóru og hálfu ári í þrjú. Hvorugur sakborninga var viðstaddur dómsuppkvaðningu en Rúnar Ben afplánar enn fimm ára fangelsisdóm vegna stórs fíkniefnamáls sem dæmt var í árið 2003. Dómurinn í dag er einn angi þess máls og tengist þýsk-íslenskum smyglhring. Rúnari Ben er gefið að sök að hafa staðið fyrir innflutningi á 27 kílóum af kannabisefnum frá Þýskalandi í tíu ferðum af flugfarþegum um Keflavíkurflugvöll árið 2002 og af farþega með skipi um Seyðisfjarðarhöfn. Í samráði við Rúnar hafi Davíð Ben svo í sjö skipti tekið við 23 kílóum af efnunum. Efnin hafi svo verið seld, en götuverðmæti þeirra hafi verið um 50 milljónir króna. Bræðurnir neituðu sakargiftum og þar sem aldrei var lagt hald á efnin byggist dómurinn á margvíslegum gögnum sem bentu til sektar tvíburabræðranna, t.d. símhlerunum. Einn dómaranna, Jón Steinar Gunnlaugsson, skilaði sératkvæði í málinu og telur að ákæruvaldið hafi ekki sannað fíkniefnainnflutning bræðranna og ekki heldur að Davíð Ben hafi tekið við efnunum eða að þeir hafi selt þau.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira