Barnungar stúlkur seldar mansali 19. maí 2005 00:01 Fjögur ungmenni voru handtekin með ólögleg vegabréf á Keflavíkurflugvelli á leið til Bandaríkjanna síðasta þriðjudag. Að sögn Jóhanns R. Benediktssonar, sýslumanns á Keflavíkurflugvelli, voru ungmennin á leið frá London til Bandaríkjanna með fylgdarmanni sem einnig var handtekinn. Hann hefur nú verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 27. maí grunaður um mansal. "Það liggur nær ljóst fyrir að tilgangurinn var að komast ólöglega til Bandaríkjanna," segir Jóhann. "Vegabréfin eru ófölsuð, svokölluð sviplík vegabréf þar sem myndin í vegabréfunum líkist mjög ungmennunum. Þetta eru ein erfiðustu tilfellin sem koma upp", segir Jóhann. Fólkið er búið að vera á ferðalagi síðan í lok mars og hefur því komið víða við á leiðinni til Bandaríkjanna. "Við komumst að því þegar verið var að grennslast fyrir um málið að stúlkurnar þrjár sem voru í för með manninum eru allar undir lögaldri," sagði Eyjólfur Kristjánsson fulltrúi sýslumanns. Sveinn Andri Sveinsson er skipaður verjandi fylgdarmannsins og var fyrst um sinn réttargæslumaður tveggja stúlknanna. Hann segir að um leið og upp komst um aldur stúlknanna sem eru sennilega fæddar um 1989 hafi yfirheyrslum verið hætt og stúlkunum komið í umsjá barnaverndaryfirvalda. Fólkið þurfti ekki að fara í gegnum hefðbundið vegabréfaeftirlit þar sem það kom frá London sem er utan Schengen-svæðisins og var á leið til Bandaríkjanna sem einnig er utan Schengen og fór því ekki út fyrir neðri hæð nýju flugstöðvarbyggingarinnar. Það var því fyrir árvekni starfsmanna sýsluembættisins að fólkið var gripið en ekki hefðbundið eftirlit. Tilfelli sem þetta hafa áður komið upp hér á landi og vilja yfirvöld senda þeim sem stunda ólöglega fólksflutninga þau skilaboð að hart sé tekið á slíkum málum hér. Stjórnvöld hafa nýverið undirritað samkomulag um að hefta mansal og í því samkomulagi er fólgið að réttindum fórnarlamba mansals skuli sýna virðingu. Jóhann R. Benediktsson segir svo munu vera í þessu máli. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Sjá meira
Fjögur ungmenni voru handtekin með ólögleg vegabréf á Keflavíkurflugvelli á leið til Bandaríkjanna síðasta þriðjudag. Að sögn Jóhanns R. Benediktssonar, sýslumanns á Keflavíkurflugvelli, voru ungmennin á leið frá London til Bandaríkjanna með fylgdarmanni sem einnig var handtekinn. Hann hefur nú verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 27. maí grunaður um mansal. "Það liggur nær ljóst fyrir að tilgangurinn var að komast ólöglega til Bandaríkjanna," segir Jóhann. "Vegabréfin eru ófölsuð, svokölluð sviplík vegabréf þar sem myndin í vegabréfunum líkist mjög ungmennunum. Þetta eru ein erfiðustu tilfellin sem koma upp", segir Jóhann. Fólkið er búið að vera á ferðalagi síðan í lok mars og hefur því komið víða við á leiðinni til Bandaríkjanna. "Við komumst að því þegar verið var að grennslast fyrir um málið að stúlkurnar þrjár sem voru í för með manninum eru allar undir lögaldri," sagði Eyjólfur Kristjánsson fulltrúi sýslumanns. Sveinn Andri Sveinsson er skipaður verjandi fylgdarmannsins og var fyrst um sinn réttargæslumaður tveggja stúlknanna. Hann segir að um leið og upp komst um aldur stúlknanna sem eru sennilega fæddar um 1989 hafi yfirheyrslum verið hætt og stúlkunum komið í umsjá barnaverndaryfirvalda. Fólkið þurfti ekki að fara í gegnum hefðbundið vegabréfaeftirlit þar sem það kom frá London sem er utan Schengen-svæðisins og var á leið til Bandaríkjanna sem einnig er utan Schengen og fór því ekki út fyrir neðri hæð nýju flugstöðvarbyggingarinnar. Það var því fyrir árvekni starfsmanna sýsluembættisins að fólkið var gripið en ekki hefðbundið eftirlit. Tilfelli sem þetta hafa áður komið upp hér á landi og vilja yfirvöld senda þeim sem stunda ólöglega fólksflutninga þau skilaboð að hart sé tekið á slíkum málum hér. Stjórnvöld hafa nýverið undirritað samkomulag um að hefta mansal og í því samkomulagi er fólgið að réttindum fórnarlamba mansals skuli sýna virðingu. Jóhann R. Benediktsson segir svo munu vera í þessu máli.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Sjá meira