Gerðu athugasemdir við vinnubrögð 27. janúar 2005 00:01 Þingmenn Samfylkingarinnar gerðu alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í gær og gagnrýndu þá fyrir að svara fyrirspurnum seint, illa eða alls ekki. Jóhann Ársælsson reið á vaðið og nefndi sem dæmi að hann hefði lagt fram fyrirspurn til ráðherra þann 12. október í fyrra og að samkvæmt þingsköpum væri gert ráð fyrir því að fyrirspurnum væri svarað innan átta daga. Samkvæmt útreikningum hans væru liðnir 106 dagar. Jóhann sagði að fyrirspurnir misstu gildi sitt á styttri tíma en svo. Þetta væri ófært og hann teldi að forsetar þingsins þyrftu að taka á þessu. Flokksfélagar Jóhanns, Mörður Árnason og Katrín Júlíusdóttir, tóku undir þetta. Mörður sagði að lengd málsins væri algjörlega dæmalaus en hins vegar væri kurteisi ráðherra gagnvart þingsköpum og einstökum þingmönnum það hins vegar ekki. Ráðherrum bæri að svara fyrirspurnum á ákveðnum tíma og þeir ættu að gera það. Mörður sagði enn fremur að það læddist að honum sá grunur að ráðherrar færðust undan að svara fyrirspurnum sem þeim þætti óþægilegt að svara en aldrei þessu vant væri það ekki í þeirra eigin geðþótta að gera það því þingsköp, sem hann teldi í gildi og mikilsverð, settu ráðherrum takmarkanir um þetta efni. Katrín Júlíusdóttir nefndi sem dæmi að hún hefði lent í því í tvígang í vetur að fyrirspurnum væri ekki svarað. Hún hefði lagt fram fyrirspurn til ráðherra Hagstofu í október sem enn hefði ekki verið svarað og hún bætti við að fyrirspurnin hefði legið inni í allan fyrravetur án þess að vera svarað. Hún sagði enn fremur að sér fyndist hafa verið brögð að því hjá ráðherrum að þeir veldu sér þægilegustu fyrirspurnirnar eins og bestu molana upp úr konfektkassa í stað þess að taka þær í eðlilegri röð eins og vera ber. Hún sagði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra m.a. hafa ástundað slík vinnubrögð. Í forsæti Alþingis undir þessari umræðu sat Birgir Ármannsson, þingmaður sjálfstæðismanna. Hann sagði að ábendingum Jóhanns Ársælssonar yrði að sjálfsögðu komið á framfæri en að jafnaði væri gengið eftir því af hálfu þingsins að fyrirspurnum væri svarað. Eins og þingmönnum væri kunnugt um gætu hins vegar ýmsar ástæður valdið því að fyrirspurnum væri ekki svarað eins fljótt og almennt væri gert ráð fyrir. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Þingmenn Samfylkingarinnar gerðu alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í gær og gagnrýndu þá fyrir að svara fyrirspurnum seint, illa eða alls ekki. Jóhann Ársælsson reið á vaðið og nefndi sem dæmi að hann hefði lagt fram fyrirspurn til ráðherra þann 12. október í fyrra og að samkvæmt þingsköpum væri gert ráð fyrir því að fyrirspurnum væri svarað innan átta daga. Samkvæmt útreikningum hans væru liðnir 106 dagar. Jóhann sagði að fyrirspurnir misstu gildi sitt á styttri tíma en svo. Þetta væri ófært og hann teldi að forsetar þingsins þyrftu að taka á þessu. Flokksfélagar Jóhanns, Mörður Árnason og Katrín Júlíusdóttir, tóku undir þetta. Mörður sagði að lengd málsins væri algjörlega dæmalaus en hins vegar væri kurteisi ráðherra gagnvart þingsköpum og einstökum þingmönnum það hins vegar ekki. Ráðherrum bæri að svara fyrirspurnum á ákveðnum tíma og þeir ættu að gera það. Mörður sagði enn fremur að það læddist að honum sá grunur að ráðherrar færðust undan að svara fyrirspurnum sem þeim þætti óþægilegt að svara en aldrei þessu vant væri það ekki í þeirra eigin geðþótta að gera það því þingsköp, sem hann teldi í gildi og mikilsverð, settu ráðherrum takmarkanir um þetta efni. Katrín Júlíusdóttir nefndi sem dæmi að hún hefði lent í því í tvígang í vetur að fyrirspurnum væri ekki svarað. Hún hefði lagt fram fyrirspurn til ráðherra Hagstofu í október sem enn hefði ekki verið svarað og hún bætti við að fyrirspurnin hefði legið inni í allan fyrravetur án þess að vera svarað. Hún sagði enn fremur að sér fyndist hafa verið brögð að því hjá ráðherrum að þeir veldu sér þægilegustu fyrirspurnirnar eins og bestu molana upp úr konfektkassa í stað þess að taka þær í eðlilegri röð eins og vera ber. Hún sagði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra m.a. hafa ástundað slík vinnubrögð. Í forsæti Alþingis undir þessari umræðu sat Birgir Ármannsson, þingmaður sjálfstæðismanna. Hann sagði að ábendingum Jóhanns Ársælssonar yrði að sjálfsögðu komið á framfæri en að jafnaði væri gengið eftir því af hálfu þingsins að fyrirspurnum væri svarað. Eins og þingmönnum væri kunnugt um gætu hins vegar ýmsar ástæður valdið því að fyrirspurnum væri ekki svarað eins fljótt og almennt væri gert ráð fyrir.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira