Gerðu athugasemdir við vinnubrögð 27. janúar 2005 00:01 Þingmenn Samfylkingarinnar gerðu alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í gær og gagnrýndu þá fyrir að svara fyrirspurnum seint, illa eða alls ekki. Jóhann Ársælsson reið á vaðið og nefndi sem dæmi að hann hefði lagt fram fyrirspurn til ráðherra þann 12. október í fyrra og að samkvæmt þingsköpum væri gert ráð fyrir því að fyrirspurnum væri svarað innan átta daga. Samkvæmt útreikningum hans væru liðnir 106 dagar. Jóhann sagði að fyrirspurnir misstu gildi sitt á styttri tíma en svo. Þetta væri ófært og hann teldi að forsetar þingsins þyrftu að taka á þessu. Flokksfélagar Jóhanns, Mörður Árnason og Katrín Júlíusdóttir, tóku undir þetta. Mörður sagði að lengd málsins væri algjörlega dæmalaus en hins vegar væri kurteisi ráðherra gagnvart þingsköpum og einstökum þingmönnum það hins vegar ekki. Ráðherrum bæri að svara fyrirspurnum á ákveðnum tíma og þeir ættu að gera það. Mörður sagði enn fremur að það læddist að honum sá grunur að ráðherrar færðust undan að svara fyrirspurnum sem þeim þætti óþægilegt að svara en aldrei þessu vant væri það ekki í þeirra eigin geðþótta að gera það því þingsköp, sem hann teldi í gildi og mikilsverð, settu ráðherrum takmarkanir um þetta efni. Katrín Júlíusdóttir nefndi sem dæmi að hún hefði lent í því í tvígang í vetur að fyrirspurnum væri ekki svarað. Hún hefði lagt fram fyrirspurn til ráðherra Hagstofu í október sem enn hefði ekki verið svarað og hún bætti við að fyrirspurnin hefði legið inni í allan fyrravetur án þess að vera svarað. Hún sagði enn fremur að sér fyndist hafa verið brögð að því hjá ráðherrum að þeir veldu sér þægilegustu fyrirspurnirnar eins og bestu molana upp úr konfektkassa í stað þess að taka þær í eðlilegri röð eins og vera ber. Hún sagði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra m.a. hafa ástundað slík vinnubrögð. Í forsæti Alþingis undir þessari umræðu sat Birgir Ármannsson, þingmaður sjálfstæðismanna. Hann sagði að ábendingum Jóhanns Ársælssonar yrði að sjálfsögðu komið á framfæri en að jafnaði væri gengið eftir því af hálfu þingsins að fyrirspurnum væri svarað. Eins og þingmönnum væri kunnugt um gætu hins vegar ýmsar ástæður valdið því að fyrirspurnum væri ekki svarað eins fljótt og almennt væri gert ráð fyrir. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Þingmenn Samfylkingarinnar gerðu alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í gær og gagnrýndu þá fyrir að svara fyrirspurnum seint, illa eða alls ekki. Jóhann Ársælsson reið á vaðið og nefndi sem dæmi að hann hefði lagt fram fyrirspurn til ráðherra þann 12. október í fyrra og að samkvæmt þingsköpum væri gert ráð fyrir því að fyrirspurnum væri svarað innan átta daga. Samkvæmt útreikningum hans væru liðnir 106 dagar. Jóhann sagði að fyrirspurnir misstu gildi sitt á styttri tíma en svo. Þetta væri ófært og hann teldi að forsetar þingsins þyrftu að taka á þessu. Flokksfélagar Jóhanns, Mörður Árnason og Katrín Júlíusdóttir, tóku undir þetta. Mörður sagði að lengd málsins væri algjörlega dæmalaus en hins vegar væri kurteisi ráðherra gagnvart þingsköpum og einstökum þingmönnum það hins vegar ekki. Ráðherrum bæri að svara fyrirspurnum á ákveðnum tíma og þeir ættu að gera það. Mörður sagði enn fremur að það læddist að honum sá grunur að ráðherrar færðust undan að svara fyrirspurnum sem þeim þætti óþægilegt að svara en aldrei þessu vant væri það ekki í þeirra eigin geðþótta að gera það því þingsköp, sem hann teldi í gildi og mikilsverð, settu ráðherrum takmarkanir um þetta efni. Katrín Júlíusdóttir nefndi sem dæmi að hún hefði lent í því í tvígang í vetur að fyrirspurnum væri ekki svarað. Hún hefði lagt fram fyrirspurn til ráðherra Hagstofu í október sem enn hefði ekki verið svarað og hún bætti við að fyrirspurnin hefði legið inni í allan fyrravetur án þess að vera svarað. Hún sagði enn fremur að sér fyndist hafa verið brögð að því hjá ráðherrum að þeir veldu sér þægilegustu fyrirspurnirnar eins og bestu molana upp úr konfektkassa í stað þess að taka þær í eðlilegri röð eins og vera ber. Hún sagði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra m.a. hafa ástundað slík vinnubrögð. Í forsæti Alþingis undir þessari umræðu sat Birgir Ármannsson, þingmaður sjálfstæðismanna. Hann sagði að ábendingum Jóhanns Ársælssonar yrði að sjálfsögðu komið á framfæri en að jafnaði væri gengið eftir því af hálfu þingsins að fyrirspurnum væri svarað. Eins og þingmönnum væri kunnugt um gætu hins vegar ýmsar ástæður valdið því að fyrirspurnum væri ekki svarað eins fljótt og almennt væri gert ráð fyrir.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira