Gamli sáttmáli víst gamall 29. júní 2005 00:01 Sagnfræðiprófessor við Háskóla Íslands hefur efasemdir um að Gamli sáttmáli, helsta plagg sjálfstæðisbaráttu Íslendinga, sé yngri en talið var eins og haldið er fram í nýrri doktorsritgerð. Þar er því haldið fram að Gamli sáttmáli sé seinni tíma tilbúningur. Gamli sáttmáli er skjal sem skipar sérstakan sess í sögu og sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Hann er nokkurs konar skilmálaskrá milli Íslendinga og Noregskonungs. Sáttmálinn var grundvallarplagg í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld og beitti Jón Sigurðsson honum óspart. Gamli sáttmáli er til í tveimur gerðum, sú eldri frá árinu 1262 en hin seinni frá árinu 1302, að því er talið hefur verið hingað til. Hann hefur hins vegar bara varðveist í uppskrift frá 15. og 16. öld. Patricia Pires Boulhosa, brasilískur sagnfræðingur, heldur því fram í doktorsritgerð við Cambridge að Gamli sáttmáli sé um 200 árum yngri en haldið var fram og spunameistarar 15. aldar hafi skrifað hann til að koma sér undan einokunarverslun við konung því þeir hafi viljað hefja viðskipti við Englendinga. Í því sambandi vísar hún til efnahagsástandins á þessum tveimur mismunandi tímum. Helgi Þorláksson prófessor segir kenningu hennar tímabæra, djarfa og þarfa. Hún gangi skrefinu lengra með því að velta því fyrir sér að textarnir séu „tilbúnir“ á þessum tíma. Hún vilji hins vegar ekki nota orðið „falsanir“ því þeir geti byggt á minningum eða óljósum hugmyndum en mótist ekki í rituðu máli fyrr en á umræddum tíma. Meðal annars er kveðið á um í Gamla sáttmála að konungur sendi árlega sex skip til Íslands og Patricia telur með vísan til efnahagsástandsins að aldur sáttmálans passi ekki, en Helgi telur það alveg ganga. Noregskonungur kom á einokunarverslun á 14. öld en 1419 skrifuðu Íslendingar honum bréf og minna á að ekki hafi verið staðið við skipin sex. Spurningin sé hvort það sé þá sannfærandi, að sögn Helga, að sá hópur, sem samanstóð af hirðsstjóra, lögmönnum og lögréttumönnum, búi það til. Hann segir að það sé líka til bréf frá konungi frá 1431 þar sem hann segir að það sé regla að sex skip fari frá Noregi til Íslands og önnur sex komi. Helgi segir óþarfa að endurskrifa skólabækur, a.m.k. strax. Það blasi hins vegar við að menn fari að skoða Gamla sáttmála í ljósi þessara hugmynda Patriciu. Doktorsritgerð Patriciu verður gefin út í haust og þá má búast við að fræðingar láti til sín taka í þessu gamla og nýja máli. Fréttir Innlent Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Sagnfræðiprófessor við Háskóla Íslands hefur efasemdir um að Gamli sáttmáli, helsta plagg sjálfstæðisbaráttu Íslendinga, sé yngri en talið var eins og haldið er fram í nýrri doktorsritgerð. Þar er því haldið fram að Gamli sáttmáli sé seinni tíma tilbúningur. Gamli sáttmáli er skjal sem skipar sérstakan sess í sögu og sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Hann er nokkurs konar skilmálaskrá milli Íslendinga og Noregskonungs. Sáttmálinn var grundvallarplagg í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld og beitti Jón Sigurðsson honum óspart. Gamli sáttmáli er til í tveimur gerðum, sú eldri frá árinu 1262 en hin seinni frá árinu 1302, að því er talið hefur verið hingað til. Hann hefur hins vegar bara varðveist í uppskrift frá 15. og 16. öld. Patricia Pires Boulhosa, brasilískur sagnfræðingur, heldur því fram í doktorsritgerð við Cambridge að Gamli sáttmáli sé um 200 árum yngri en haldið var fram og spunameistarar 15. aldar hafi skrifað hann til að koma sér undan einokunarverslun við konung því þeir hafi viljað hefja viðskipti við Englendinga. Í því sambandi vísar hún til efnahagsástandins á þessum tveimur mismunandi tímum. Helgi Þorláksson prófessor segir kenningu hennar tímabæra, djarfa og þarfa. Hún gangi skrefinu lengra með því að velta því fyrir sér að textarnir séu „tilbúnir“ á þessum tíma. Hún vilji hins vegar ekki nota orðið „falsanir“ því þeir geti byggt á minningum eða óljósum hugmyndum en mótist ekki í rituðu máli fyrr en á umræddum tíma. Meðal annars er kveðið á um í Gamla sáttmála að konungur sendi árlega sex skip til Íslands og Patricia telur með vísan til efnahagsástandsins að aldur sáttmálans passi ekki, en Helgi telur það alveg ganga. Noregskonungur kom á einokunarverslun á 14. öld en 1419 skrifuðu Íslendingar honum bréf og minna á að ekki hafi verið staðið við skipin sex. Spurningin sé hvort það sé þá sannfærandi, að sögn Helga, að sá hópur, sem samanstóð af hirðsstjóra, lögmönnum og lögréttumönnum, búi það til. Hann segir að það sé líka til bréf frá konungi frá 1431 þar sem hann segir að það sé regla að sex skip fari frá Noregi til Íslands og önnur sex komi. Helgi segir óþarfa að endurskrifa skólabækur, a.m.k. strax. Það blasi hins vegar við að menn fari að skoða Gamla sáttmála í ljósi þessara hugmynda Patriciu. Doktorsritgerð Patriciu verður gefin út í haust og þá má búast við að fræðingar láti til sín taka í þessu gamla og nýja máli.
Fréttir Innlent Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira