Ekki aðildarviðræður við ESB 25. febrúar 2005 00:01 Aðildarviðræður við Evrópusambandið eru hvorki tímabærar né skynsamlegar á þessu kjörtímabili. Þetta sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á flokksþingi Framsóknarflokksins, sem hófst í dag. Framsóknarmenn mæta til flokksþings eftir óvenju mikil átök í flokknum að undanförnu. Halldór Ásgrímsson sagði hins vegar í yfirlitsræðu sinni í dag að sundraður flokkur gæti ekki búist við því að fá traust kjósenda og sagði afar mikilvægt að menn kæmust að sameiginlegri niðurstöðu áður en haldið yrði heim á ný á sunnudag. Fyrir flokksþingið vöktu mesta athygli ályktunardrög um að hefja aðildarviðræður við ESB þegar á þessu kjörtímabili. Þessar hugmyndir skaut flokksformaðurinn á kaf á fyrsta degi. Hann telur hvorki tímabært né skynsamlegt að fara út í aðildarviðræður að Evrópusambandinu á þessu kjörtímabili. Slíkt væri heldur ekki í samræmi við sáttmála ríkisstjórnarinnnar um samstarf. Þó sagði hann að framsóknarmenn eigi ekki að vera feimnir við að ræða málið fordómalaust í grasrótinni og á flokksþinginu því ákvörðun um aðild kunni að koma fyrr en seinna. Tillaga um að innanlandsflugið verði fært til Keflavíkur virðist ætla að vera eitt af hitamálum flokksþingsins. Þannig lýsti einn af fulltrúm Vestfirðinga, Magdalena Sigurðardóttir, vanþóknun sinni á henni og sömuleiðis andstöðu við áform stjórnvalda um að grunnnetið verði selt með Landssímanum. Halldór Ásgrímsson varði hins vegar löngum tíma í að verja þá stefnumörkun. Hann sagði að aðskilnaðurinn myndi skapa aukna óvissu um söluna og draga úr áhuga fjárfesta - og þar með lækka söluandvirði Símans. Halldór reyndi einnig að róa framsóknarmenn vegna hugmynda um einkavæðingu raforkugeirans og sagði að engin ákvörðun hafi verið tekin um það hvað verði um eignarhlut ríkisins í Landsvirkjun til framtíðar. Hann kvaðst hafa ákveðið að stofna sérstaka nefnd innan flokksins um framtíðarskipan raforkumála. Halldór boðaði stórlækkun leikskólagjalda og fór þar inn á helsta kosningamál vinstri grænna í síðustu kosningum, en það var helst að forystumenn Framsóknarflokksins beindu spjótum sínum að þeim flokki í dag. Guðni Ágústsson varaformaður sagði vinstri græna enn fasta á Kárahnjúkum og að þeir kynnu að verða úti í því gjörningaveðri því nú fari hnjúkaþeyr um Austurland; þar ríki sókn og bjartsýni. Á morgun munu ráðherrra flokksins sitja fyrir svörum. Flokksþinginu lýkur á sunnudag með afgreiðslu ályktana og kosningu forystumanna, en það er ekki búist við neinum breytingum. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Aðildarviðræður við Evrópusambandið eru hvorki tímabærar né skynsamlegar á þessu kjörtímabili. Þetta sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á flokksþingi Framsóknarflokksins, sem hófst í dag. Framsóknarmenn mæta til flokksþings eftir óvenju mikil átök í flokknum að undanförnu. Halldór Ásgrímsson sagði hins vegar í yfirlitsræðu sinni í dag að sundraður flokkur gæti ekki búist við því að fá traust kjósenda og sagði afar mikilvægt að menn kæmust að sameiginlegri niðurstöðu áður en haldið yrði heim á ný á sunnudag. Fyrir flokksþingið vöktu mesta athygli ályktunardrög um að hefja aðildarviðræður við ESB þegar á þessu kjörtímabili. Þessar hugmyndir skaut flokksformaðurinn á kaf á fyrsta degi. Hann telur hvorki tímabært né skynsamlegt að fara út í aðildarviðræður að Evrópusambandinu á þessu kjörtímabili. Slíkt væri heldur ekki í samræmi við sáttmála ríkisstjórnarinnnar um samstarf. Þó sagði hann að framsóknarmenn eigi ekki að vera feimnir við að ræða málið fordómalaust í grasrótinni og á flokksþinginu því ákvörðun um aðild kunni að koma fyrr en seinna. Tillaga um að innanlandsflugið verði fært til Keflavíkur virðist ætla að vera eitt af hitamálum flokksþingsins. Þannig lýsti einn af fulltrúm Vestfirðinga, Magdalena Sigurðardóttir, vanþóknun sinni á henni og sömuleiðis andstöðu við áform stjórnvalda um að grunnnetið verði selt með Landssímanum. Halldór Ásgrímsson varði hins vegar löngum tíma í að verja þá stefnumörkun. Hann sagði að aðskilnaðurinn myndi skapa aukna óvissu um söluna og draga úr áhuga fjárfesta - og þar með lækka söluandvirði Símans. Halldór reyndi einnig að róa framsóknarmenn vegna hugmynda um einkavæðingu raforkugeirans og sagði að engin ákvörðun hafi verið tekin um það hvað verði um eignarhlut ríkisins í Landsvirkjun til framtíðar. Hann kvaðst hafa ákveðið að stofna sérstaka nefnd innan flokksins um framtíðarskipan raforkumála. Halldór boðaði stórlækkun leikskólagjalda og fór þar inn á helsta kosningamál vinstri grænna í síðustu kosningum, en það var helst að forystumenn Framsóknarflokksins beindu spjótum sínum að þeim flokki í dag. Guðni Ágústsson varaformaður sagði vinstri græna enn fasta á Kárahnjúkum og að þeir kynnu að verða úti í því gjörningaveðri því nú fari hnjúkaþeyr um Austurland; þar ríki sókn og bjartsýni. Á morgun munu ráðherrra flokksins sitja fyrir svörum. Flokksþinginu lýkur á sunnudag með afgreiðslu ályktana og kosningu forystumanna, en það er ekki búist við neinum breytingum.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira