Innlent

Vilja aðgerðir vegna olíusamráðs

Árni Mathisen sætti harðri gagnrýni stjórnarandstæðinga.
Árni Mathisen sætti harðri gagnrýni stjórnarandstæðinga. MYND/Hari

Þingmenn Samfylkingar gagnrýndu fjármálaráðherra harðlega við upphaf þingfundar í morgun, fyrir að vera ekki búinn að ákveða hvort ríkið höfðaði mál á hendur olíufélögunum vegna verðsamráðs þeirra. Fjármálaráðherra sagði verið að skoða málið í ráðuneytinu og að ákvörðun ætti að liggja fyrir innan tíðar.

Árni Mathiesen fjármálaráðherra var borinn þungum sökum við upphaf þingfundar þegar hver stjórnarandstæðingurinn á fætur öðrum fór í ræðustól og gagnrýndi hann fyrir að vera ekki búinn að taka ákvörðun um málshöfðun á hendur olíufélögunum fyrir samráð þeirra.

Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, hóf umræðuna og kvartaði undan því að þó níu mánuðir væru liðnir síðan hann spurði þáverandi fjármálaráðherra, Geir H. Haarde, hvað hann hyggðist gera til að tryggja hag ríkissjóðs hefði ekkert gerst.

Árni Mathiesen fjármálaráðherra sagði að verið væri að kanna málið í ráðuneytum og stofnunum sem það snerti. Hann átti von á að niðurstaða lægi fyrir innan skamms.

Þingmenn stjórnarandstöðu, og þá einkum Samfylkingar, voru ekki sáttir og sagði Mörður Árnason að það ætti að vera löngu búið að koma samráðsmönnum fyrir á ónefndum stað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×