Innlent

Bærinn vill kaupa starfsstöðina

Ef þú getur ekki sigrað þá, keyptu þá, segir bæjarstjórinn á Akureyri.
Ef þú getur ekki sigrað þá, keyptu þá, segir bæjarstjórinn á Akureyri. Heiða

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ, hefur óskað eftir viðræðum við stjórnendur Já Símaskrár, um að kaupa vinnustöð fyrirtækisins á Ísafirði. Beiðni Halldórs kemur í kjölfar þess að fyrirtækið ákvað að leggja starfsstöðina niður og flytja starfsemina annað en þar með glatast fimm störf á Ísafirði.

Halldór segist mjög ósáttur við ákvörðun stjórnenda Já Símaskrár og telur hana illa ígrundaða. Hann telur hins vegar litlu skila að mótmæla hástöfum og líklegra til árangurs að kaupa starfsstöðina, að því gefnu að bærinn sjái forsendur fyrir rekstri hennar. Hann telur mörg tækifæri í því.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×