Fíkniefnahundar í VMA 6. október 2005 00:01 Verkmenntaskólinn á Akureyri hefur skorið upp herör gegn fíkniefnanotkun. Nemendur geta nú vænst þess að lögreglumenn með sérþjálfaðan hund leiti að fíkniefnum í skólanum hvenær sem er. Skólayfirvöld í Verkmenntaskólanum á Akureyri hafa tekið höndum saman við lögregluna á Akureyri í því augnamiði að stemma stigu við fíkniefnanotkun nemenda. Þótt dæmi sé um að fíkniefni hafi verið seld í húsakynnum Verkmenntaskólans vilja skólastjórnendur þó meina að vandamálið sé fyrst og síðast utan veggja skólans. Karen Malmquist, forvarnafulltrúi VMA, segir að í skólanum hafi verið nemendur sem hafi selt fíkniefni en henni sé ekki kunnugt um að það sé nokkur sem geri það í dag. Aðspurð hvar salan hafi farið fram segir Karen að sumir krakkar hafi sagt að þeim hafi verið boðin efni til sölu á göngum skólans en skólayfirvöld telji að ekki sé verið að selja í skólanum sjálfum. Á meðal aðgerða sem ákveðið hefur verið að grípa til er að lögreglumenn á Akureyri munu ganga með fíkniefnahund um lóð og húsakynni skólans í leit að eiturlyfjum. Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari VMA, segir að honum þætti ekkert óeðlilegt að lögreglan væri sýnileg í og við skólann öðru hverju og kæmi með fíkniefnahund og leiddi hann um skólann. Um sé að ræða 14 þúsund fermetra húsnæði með mörgum inn- og útgönguleiðum og þá sé bílastæðið stórt og geysileg umferð af fólki, en nemendur séu yfir 1200. Með aðgerðunum vilja skólayfirvöld senda sölumönnum fíkniefna skýr skilaboð en skólameistari hefur tilkynnt nemendum að lögreglumenn geti komið á svæðið hvenær sem er. Sölumenn fíkniefna og þeir nemendur sem hugsanlega eru með óhreint mjöl í pokahorninu geta því vænst þess að fíkniefnahundur þefi af klæðnaði þeirra og skólatöskum, hvort heldur er í kennslustund eða matarhléi. Erla Steinþórsdóttir, nemandi í VMA, segir að sér finnist allt í lagi að sýna því fólki sem komi með eiturlyf inn í skólann að nemendum sé ekki alveg sama. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Verkmenntaskólinn á Akureyri hefur skorið upp herör gegn fíkniefnanotkun. Nemendur geta nú vænst þess að lögreglumenn með sérþjálfaðan hund leiti að fíkniefnum í skólanum hvenær sem er. Skólayfirvöld í Verkmenntaskólanum á Akureyri hafa tekið höndum saman við lögregluna á Akureyri í því augnamiði að stemma stigu við fíkniefnanotkun nemenda. Þótt dæmi sé um að fíkniefni hafi verið seld í húsakynnum Verkmenntaskólans vilja skólastjórnendur þó meina að vandamálið sé fyrst og síðast utan veggja skólans. Karen Malmquist, forvarnafulltrúi VMA, segir að í skólanum hafi verið nemendur sem hafi selt fíkniefni en henni sé ekki kunnugt um að það sé nokkur sem geri það í dag. Aðspurð hvar salan hafi farið fram segir Karen að sumir krakkar hafi sagt að þeim hafi verið boðin efni til sölu á göngum skólans en skólayfirvöld telji að ekki sé verið að selja í skólanum sjálfum. Á meðal aðgerða sem ákveðið hefur verið að grípa til er að lögreglumenn á Akureyri munu ganga með fíkniefnahund um lóð og húsakynni skólans í leit að eiturlyfjum. Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari VMA, segir að honum þætti ekkert óeðlilegt að lögreglan væri sýnileg í og við skólann öðru hverju og kæmi með fíkniefnahund og leiddi hann um skólann. Um sé að ræða 14 þúsund fermetra húsnæði með mörgum inn- og útgönguleiðum og þá sé bílastæðið stórt og geysileg umferð af fólki, en nemendur séu yfir 1200. Með aðgerðunum vilja skólayfirvöld senda sölumönnum fíkniefna skýr skilaboð en skólameistari hefur tilkynnt nemendum að lögreglumenn geti komið á svæðið hvenær sem er. Sölumenn fíkniefna og þeir nemendur sem hugsanlega eru með óhreint mjöl í pokahorninu geta því vænst þess að fíkniefnahundur þefi af klæðnaði þeirra og skólatöskum, hvort heldur er í kennslustund eða matarhléi. Erla Steinþórsdóttir, nemandi í VMA, segir að sér finnist allt í lagi að sýna því fólki sem komi með eiturlyf inn í skólann að nemendum sé ekki alveg sama.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira