Hótar sameiningu með lögum? 4. október 2005 00:01 Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir Árna Magnússon félagsmálaráðherra hafa hótað þeim, sem ekki samþykktu sameiningu sveitarfélaga í kosningunum nú, að sveitarfélögin verði sameinuð með lögum. Hann segir Árna nær að skoða réttlátari og sanngjarnari tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Árni var gestur á kynningarfundi um sameiningu sveitarfélaga í Eyjafirði í gær og í ræðu sinni vék hann að komandi sameiningarkosningum á sextán stöðum á landinu næstkomandi laugardag. Sagði Árni að ef ekki tækist að sameina sveitarfélög með kosningunum nú þyrftu næstu skref að vera þau að sameina sveitarfélög með lögum frá Alþingi. Með öðrum orðum þá gæfist íbúum viðkomandi sveitarfélaga ekki tækifæri til að kjósa sjálfir um sameiningu heldur yrði farin sama leið og til dæmis Danir hafa notað, að sameina sveitarfélög með lagasetningu. Björgvin G. Sigurðsson er ósáttur við þessi orð Árna. Björgvin segir í pistli á heimasíðu sinni í morgun að þær tillögur sem kosið verði um nú séu upprunar á kontórnum í félagsmálaráðuneytinu og viðkomandi sveitarstjórnar hafi jafnvel hafnað því fyrir hönd sinna íbúa að kjósa núna. Samt hafi ráðuneytið haldið uppteknum hætti og látið kjósa. Steininn hafi svo tekið úr þegar í ljós kom að fé sem eyrnamerkt var kynningum á sameiningunum hafi verið skorið niður. Fyrir vikið telur Björgvin að ekkert verði af sameiningum á að minnsta kosti tveimur stöðum á landinu. Björgvin segir ennfremur að ráðherra væri nær að hleypa grasrótinni, íbúum og sveitarstjórnum að sameiningarmálunum og ekki síst að stuðla að réttlátari tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir Árna Magnússon félagsmálaráðherra hafa hótað þeim, sem ekki samþykktu sameiningu sveitarfélaga í kosningunum nú, að sveitarfélögin verði sameinuð með lögum. Hann segir Árna nær að skoða réttlátari og sanngjarnari tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Árni var gestur á kynningarfundi um sameiningu sveitarfélaga í Eyjafirði í gær og í ræðu sinni vék hann að komandi sameiningarkosningum á sextán stöðum á landinu næstkomandi laugardag. Sagði Árni að ef ekki tækist að sameina sveitarfélög með kosningunum nú þyrftu næstu skref að vera þau að sameina sveitarfélög með lögum frá Alþingi. Með öðrum orðum þá gæfist íbúum viðkomandi sveitarfélaga ekki tækifæri til að kjósa sjálfir um sameiningu heldur yrði farin sama leið og til dæmis Danir hafa notað, að sameina sveitarfélög með lagasetningu. Björgvin G. Sigurðsson er ósáttur við þessi orð Árna. Björgvin segir í pistli á heimasíðu sinni í morgun að þær tillögur sem kosið verði um nú séu upprunar á kontórnum í félagsmálaráðuneytinu og viðkomandi sveitarstjórnar hafi jafnvel hafnað því fyrir hönd sinna íbúa að kjósa núna. Samt hafi ráðuneytið haldið uppteknum hætti og látið kjósa. Steininn hafi svo tekið úr þegar í ljós kom að fé sem eyrnamerkt var kynningum á sameiningunum hafi verið skorið niður. Fyrir vikið telur Björgvin að ekkert verði af sameiningum á að minnsta kosti tveimur stöðum á landinu. Björgvin segir ennfremur að ráðherra væri nær að hleypa grasrótinni, íbúum og sveitarstjórnum að sameiningarmálunum og ekki síst að stuðla að réttlátari tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga.
Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira