Innlent

Skoðar ekki hæfi Halldórs

Umboðsmaður Alþingis segist ekki ætla að skoða að eigin frumkvæði hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra vegna sölu ríkisins á Búnaðarbankanum. Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi höfðu sent umboðsmanni erindi þar sem hann var hvattur til að kanna hæfi Halldórs í tengslum við sölu bankans. Telur umboðsmaður að eins og standi nú sé ekki ástæða til að hann, að eigin frumkvæði, kanni aðkomu forsætisráðherra að sölu ríkisins til S-hópsins árið 2002. Halldór Ásgrímsson hefur legið undir ámæli vegna tengsla sinna við S-hópinn og eignarhlutar síns í Skinney-Þinganesi, félagi sem tengdist S-hópnum og fjárfestingum hans í tengslum við kaup hópsins á bankanum. Umboðsmaður segir ennfremur í úrskurði sínum að fjöldi ábendinga vegna einkavæðinga síðustu ára hafi gefið honum tilefni til að óska upplýsinga frá forsætisráðuneytinu um einkavæðingar á undanförnum árum. Umboðsmaður tekur þó fram að með því sé hann einungis að kanna regluverk og framkvæmdir einkavæðingar til framtíðar.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×