Hörð viðurlög við sprengjuhótunum 5. ágúst 2005 00:01 Allt að lífstíðarfangelsi liggur við sprengjuhótunum hér á landi. Enginn hefur verið handtekinn vegna sprengjuhótunarinnar á Leifsstöð í morgun en lögreglu grunar þó hver var að verki. Ákveðin manneskja liggur undir grun um sprengjuhótunina í Leifsstöð í nótt og er hennar nú leitað. Fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra barst tilkynningin í nótt og var allt viðeigandi lið kallað út til sprengjuleitar um klukkan hálffjögur. Þetta var svonefnd óljós tilkynning en svo nefnist það þegar grunur leikur á að um gabb sé að ræða þannig að ekki var gripið til þess að rýma flugstöðina heldur leitað skipulega á vissum svæðum og reynt að vekja ekki ótta fyrstu gesta morgunsins. Leit lauk á sjötta tímanum án þess að nokkuð fyndist en þá höfðu myndast biðraðir við innritunarborðin vegna leitarinnar. Að sögn Ellisif Tinnu Víðisdóttur, staðgengils sýslumanns á Keflavíkurflugvelli, er málið þrátt fyrir það litið mjög alvarlegum augum, ekki síst í ljósi ástandsins í heiminum um þessar mundir og verður allt gert til að hafa upp á þeim sem kom þessu af stað og hann látinn sæta refsingu, en þung viðurlög eru við sprengihótunum. Tinna segir ákvæði í hegningarlögum sem kveði á um allt að þriggja ára fangelsi en auk þess sé þar annað ákvæði sem lúti að hryðjuverkum og yrði ákært fyrir það þá gæti það þýtt allt að lífstíðarfangelsi. Lífstíðarfangelsi hér á landi er sextán ár. Tinna segir að í þessu tilfelli sé þó væntanlega um að ræða þrjú til fimm ár. Tinna segir að manneskjan sé ekki fundin en yfirvöld hafi rökstuddan grun um hver hafi verið að verki. Að svo stöddu geti hún ekki gefið upp hver það sé. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða, segir engar tafir hafa orðið vegna málsins í morgun en uppákomur sem þessar hafi þó alltaf kostnaðarsamar aðgerðir í för með sér og geta kostað flugfélög milljónir ef tafir eru miklar. Fólk er því beðið um að hugsa sig tvisvar um áður en það hefur uppi svona fíflaskap. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Allt að lífstíðarfangelsi liggur við sprengjuhótunum hér á landi. Enginn hefur verið handtekinn vegna sprengjuhótunarinnar á Leifsstöð í morgun en lögreglu grunar þó hver var að verki. Ákveðin manneskja liggur undir grun um sprengjuhótunina í Leifsstöð í nótt og er hennar nú leitað. Fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra barst tilkynningin í nótt og var allt viðeigandi lið kallað út til sprengjuleitar um klukkan hálffjögur. Þetta var svonefnd óljós tilkynning en svo nefnist það þegar grunur leikur á að um gabb sé að ræða þannig að ekki var gripið til þess að rýma flugstöðina heldur leitað skipulega á vissum svæðum og reynt að vekja ekki ótta fyrstu gesta morgunsins. Leit lauk á sjötta tímanum án þess að nokkuð fyndist en þá höfðu myndast biðraðir við innritunarborðin vegna leitarinnar. Að sögn Ellisif Tinnu Víðisdóttur, staðgengils sýslumanns á Keflavíkurflugvelli, er málið þrátt fyrir það litið mjög alvarlegum augum, ekki síst í ljósi ástandsins í heiminum um þessar mundir og verður allt gert til að hafa upp á þeim sem kom þessu af stað og hann látinn sæta refsingu, en þung viðurlög eru við sprengihótunum. Tinna segir ákvæði í hegningarlögum sem kveði á um allt að þriggja ára fangelsi en auk þess sé þar annað ákvæði sem lúti að hryðjuverkum og yrði ákært fyrir það þá gæti það þýtt allt að lífstíðarfangelsi. Lífstíðarfangelsi hér á landi er sextán ár. Tinna segir að í þessu tilfelli sé þó væntanlega um að ræða þrjú til fimm ár. Tinna segir að manneskjan sé ekki fundin en yfirvöld hafi rökstuddan grun um hver hafi verið að verki. Að svo stöddu geti hún ekki gefið upp hver það sé. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða, segir engar tafir hafa orðið vegna málsins í morgun en uppákomur sem þessar hafi þó alltaf kostnaðarsamar aðgerðir í för með sér og geta kostað flugfélög milljónir ef tafir eru miklar. Fólk er því beðið um að hugsa sig tvisvar um áður en það hefur uppi svona fíflaskap.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira