Hörð viðurlög við sprengjuhótunum 5. ágúst 2005 00:01 Allt að lífstíðarfangelsi liggur við sprengjuhótunum hér á landi. Enginn hefur verið handtekinn vegna sprengjuhótunarinnar á Leifsstöð í morgun en lögreglu grunar þó hver var að verki. Ákveðin manneskja liggur undir grun um sprengjuhótunina í Leifsstöð í nótt og er hennar nú leitað. Fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra barst tilkynningin í nótt og var allt viðeigandi lið kallað út til sprengjuleitar um klukkan hálffjögur. Þetta var svonefnd óljós tilkynning en svo nefnist það þegar grunur leikur á að um gabb sé að ræða þannig að ekki var gripið til þess að rýma flugstöðina heldur leitað skipulega á vissum svæðum og reynt að vekja ekki ótta fyrstu gesta morgunsins. Leit lauk á sjötta tímanum án þess að nokkuð fyndist en þá höfðu myndast biðraðir við innritunarborðin vegna leitarinnar. Að sögn Ellisif Tinnu Víðisdóttur, staðgengils sýslumanns á Keflavíkurflugvelli, er málið þrátt fyrir það litið mjög alvarlegum augum, ekki síst í ljósi ástandsins í heiminum um þessar mundir og verður allt gert til að hafa upp á þeim sem kom þessu af stað og hann látinn sæta refsingu, en þung viðurlög eru við sprengihótunum. Tinna segir ákvæði í hegningarlögum sem kveði á um allt að þriggja ára fangelsi en auk þess sé þar annað ákvæði sem lúti að hryðjuverkum og yrði ákært fyrir það þá gæti það þýtt allt að lífstíðarfangelsi. Lífstíðarfangelsi hér á landi er sextán ár. Tinna segir að í þessu tilfelli sé þó væntanlega um að ræða þrjú til fimm ár. Tinna segir að manneskjan sé ekki fundin en yfirvöld hafi rökstuddan grun um hver hafi verið að verki. Að svo stöddu geti hún ekki gefið upp hver það sé. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða, segir engar tafir hafa orðið vegna málsins í morgun en uppákomur sem þessar hafi þó alltaf kostnaðarsamar aðgerðir í för með sér og geta kostað flugfélög milljónir ef tafir eru miklar. Fólk er því beðið um að hugsa sig tvisvar um áður en það hefur uppi svona fíflaskap. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Allt að lífstíðarfangelsi liggur við sprengjuhótunum hér á landi. Enginn hefur verið handtekinn vegna sprengjuhótunarinnar á Leifsstöð í morgun en lögreglu grunar þó hver var að verki. Ákveðin manneskja liggur undir grun um sprengjuhótunina í Leifsstöð í nótt og er hennar nú leitað. Fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra barst tilkynningin í nótt og var allt viðeigandi lið kallað út til sprengjuleitar um klukkan hálffjögur. Þetta var svonefnd óljós tilkynning en svo nefnist það þegar grunur leikur á að um gabb sé að ræða þannig að ekki var gripið til þess að rýma flugstöðina heldur leitað skipulega á vissum svæðum og reynt að vekja ekki ótta fyrstu gesta morgunsins. Leit lauk á sjötta tímanum án þess að nokkuð fyndist en þá höfðu myndast biðraðir við innritunarborðin vegna leitarinnar. Að sögn Ellisif Tinnu Víðisdóttur, staðgengils sýslumanns á Keflavíkurflugvelli, er málið þrátt fyrir það litið mjög alvarlegum augum, ekki síst í ljósi ástandsins í heiminum um þessar mundir og verður allt gert til að hafa upp á þeim sem kom þessu af stað og hann látinn sæta refsingu, en þung viðurlög eru við sprengihótunum. Tinna segir ákvæði í hegningarlögum sem kveði á um allt að þriggja ára fangelsi en auk þess sé þar annað ákvæði sem lúti að hryðjuverkum og yrði ákært fyrir það þá gæti það þýtt allt að lífstíðarfangelsi. Lífstíðarfangelsi hér á landi er sextán ár. Tinna segir að í þessu tilfelli sé þó væntanlega um að ræða þrjú til fimm ár. Tinna segir að manneskjan sé ekki fundin en yfirvöld hafi rökstuddan grun um hver hafi verið að verki. Að svo stöddu geti hún ekki gefið upp hver það sé. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða, segir engar tafir hafa orðið vegna málsins í morgun en uppákomur sem þessar hafi þó alltaf kostnaðarsamar aðgerðir í för með sér og geta kostað flugfélög milljónir ef tafir eru miklar. Fólk er því beðið um að hugsa sig tvisvar um áður en það hefur uppi svona fíflaskap.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira