Erlent

Ekkert gerðist í London

Taugatitringurinn var mikill á götum Lundúna í morgun þegar borgarbúar héldu til vinnu. Ástæðan var sú að öryggisyfirvöld óttuðust hryðjuverkaárásir, mánuði eftir að fimmtíu og tveir voru drepnir í árásum í borginni. Ekkert gerðist en viðbúnaðurinn var gríðarlegur: Þúsundir lögreglumanna voru á götum úti, gráir fyrir járnum, og leyniskyttur komu sér fyrir á húsþökum víða um borgina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×