Erlent

Hryðjuverkaógnin yfirtekur allt

MYND/AP
Rannsóknir á hryðjuverkum í Bretlandi og aðgerðir lögreglu til að fyrirbyggja frekari árásir valda því að Lundúnalögreglan á í vandræðum með að sinna öðrum málum. Þúsundir lögreglumanna eru á götum úti og þeim til viðbótar eru réttarmeinafræðingar, tæknimenn, skotvopnasérfræðingar og fjölmargir aðrir uppteknir við rannsóknir. Þetta hefur meðal annars leitt til þess að rannsókn nokkura morðmála hefur nánast verið frestað. Við þetta bætist að hatursglæpum hefur fjölgað um nærri 600% í Bretlandi síðan hryðjuverkin í London voru framin þann 7. júlí. Oftast er um árásir á múslíma og moskur að ræða. Lögreglunni í Lundúnum hafa borist alls 269 tilkynningar um líkamsárásir en á sama tímabili í fyrra var tilkynnt um 40 slíka glæpi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×