Lundúnalögreglan í viðbragðsstöðu 1. ágúst 2005 00:01 Skyttur og sérsveitarmenn í bresku lögreglunni eru á húsþökum og götum í Lundúnum í dag, tilbúnir að bregðast við nýrri hrinu hryðjuverkaárása. Breska lögreglan telur sig nú vita að þriðji hópur hryðjuverkamanna undirbýr sjálfsmorðsárásir á almenningsfarartæki í Lundúnum. Mennirnir eru allir sagðir Pakistanar en fæddir og uppaldir í Bretlandi, líkt og þeir sem gerðu árásirnar sjöunda júlí þar sem yfir fimmtíu voru drepnir. Þessi hópur er einnig sagður tengjast hópnum sem gerði fyrstu hrinu árásanna en sá hópur kom frá Leeds. Times hefur eftir bandarískum heimildamönnum að mennirnir tengist mosku í Finsbury Park í Lundúnum. Lögreglumenn segja Guardian þó að allir geri sér grein fyrir því að hryðjuverkamenn, hvort sem þeir eru herskáir íslamistar eða ekki, geta komið hvaðan sem er og verið hvernig sem er á litinn. Yfirmenn Lundúnalögreglunnar hafa einnig af því vaxandi áhyggjur að erfitt verði að halda því öryggis- og viðbúnaðarstigi sem nú er í borginni en þúsundir viðbótarlögreglumanna eru á götum borgarinnar, öll leyfi hafa verið afturkölluð og unnið er myrkranna á milli. Ian Blair, lögreglustjóri, dregur ekki dul á að menn hans eru orðnir örþreyttir. Sjö voru handteknir í Brighton í gær grunaðir um tengsl við hryðjuverkin, en ekki er vitað meira um það fólk. Bresk yfirvöld fóru formlega fram á það í dag að Osman Hussain, sem handtekinn var í Róm á föstudag, yrði framseldur. Það gæti þó tekið dágóðan tíma og jafnvel verið hafnað. Ítalskir saksóknarar hafa farið fram á rannsókn á hugsanlegum tengslum Osmans Hussain við alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi og komi til réttarhalda væri í fyrsta lagi hægt að framselja hann af þeim loknum - sem gæti tekið meira en ár. Fái hann fangelsisdóm tæki það ennþá lengri tíma. Bresk öryggismálayfirvöld berjast með öllum ráðum við al-Qaeda, að því er virðist. Ísraelskir sérfræðingar hafa tekið eftir því í hálfan mánuð að vefsíður tengdar al-Qaeda og íslömskum öfgamönnum hafa horfið hver af annarri. Tugir vefsíðna þar sem gefnar eru leiðbeiningar um hvernig má setja saman vopn og sprengjur af öllum gerðum finnast ekki lengur og þykjast ísraelsku sérfræðingarnir sjá fingrafar bresku leyniþjónustunnar á þessu dularfulla hvarfi. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Skyttur og sérsveitarmenn í bresku lögreglunni eru á húsþökum og götum í Lundúnum í dag, tilbúnir að bregðast við nýrri hrinu hryðjuverkaárása. Breska lögreglan telur sig nú vita að þriðji hópur hryðjuverkamanna undirbýr sjálfsmorðsárásir á almenningsfarartæki í Lundúnum. Mennirnir eru allir sagðir Pakistanar en fæddir og uppaldir í Bretlandi, líkt og þeir sem gerðu árásirnar sjöunda júlí þar sem yfir fimmtíu voru drepnir. Þessi hópur er einnig sagður tengjast hópnum sem gerði fyrstu hrinu árásanna en sá hópur kom frá Leeds. Times hefur eftir bandarískum heimildamönnum að mennirnir tengist mosku í Finsbury Park í Lundúnum. Lögreglumenn segja Guardian þó að allir geri sér grein fyrir því að hryðjuverkamenn, hvort sem þeir eru herskáir íslamistar eða ekki, geta komið hvaðan sem er og verið hvernig sem er á litinn. Yfirmenn Lundúnalögreglunnar hafa einnig af því vaxandi áhyggjur að erfitt verði að halda því öryggis- og viðbúnaðarstigi sem nú er í borginni en þúsundir viðbótarlögreglumanna eru á götum borgarinnar, öll leyfi hafa verið afturkölluð og unnið er myrkranna á milli. Ian Blair, lögreglustjóri, dregur ekki dul á að menn hans eru orðnir örþreyttir. Sjö voru handteknir í Brighton í gær grunaðir um tengsl við hryðjuverkin, en ekki er vitað meira um það fólk. Bresk yfirvöld fóru formlega fram á það í dag að Osman Hussain, sem handtekinn var í Róm á föstudag, yrði framseldur. Það gæti þó tekið dágóðan tíma og jafnvel verið hafnað. Ítalskir saksóknarar hafa farið fram á rannsókn á hugsanlegum tengslum Osmans Hussain við alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi og komi til réttarhalda væri í fyrsta lagi hægt að framselja hann af þeim loknum - sem gæti tekið meira en ár. Fái hann fangelsisdóm tæki það ennþá lengri tíma. Bresk öryggismálayfirvöld berjast með öllum ráðum við al-Qaeda, að því er virðist. Ísraelskir sérfræðingar hafa tekið eftir því í hálfan mánuð að vefsíður tengdar al-Qaeda og íslömskum öfgamönnum hafa horfið hver af annarri. Tugir vefsíðna þar sem gefnar eru leiðbeiningar um hvernig má setja saman vopn og sprengjur af öllum gerðum finnast ekki lengur og þykjast ísraelsku sérfræðingarnir sjá fingrafar bresku leyniþjónustunnar á þessu dularfulla hvarfi.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira