Erlent

Yfirheyrslur hófust í morgun

Yfirheyrslur yfir mönnunum sem breska lögreglan handsamaði í gær hófust í morgun en mennirnir eru taldir vera þeir sem gerðu misheppnaðar hryðjuverkaárásir í Lundúnum fyrir rúmri viku. Megináherslan er lögð á að rekja netið sem mennirnir tilheyra og komast að því hvort að frekari árásir voru fyrirhugaðar. Hryðjuverkasérfræðingar segja allt benda til þess að árásirnar sjöunda júlí og svo þær misheppnuðu hálfum mánuði síðar marki upphaf árásahrinu. Auk mannanna þriggja sem handteknir voru í Lundúnum í gær, og eins sem lögreglan í Róm handsamaði, greinir SKY-fréttastöðin frá því að einn maður til viðbótar hafi verið handtekinn í gærdag en það mun hafa verið bróðir eins tilræðismannsins. Óljóst er hvort hann átti að vera fimmti tilræðismaðurinn en fimm sprengjur hafa fundist sem hefur verið túlkað sem svo að alls hafi átt að gera fimm árásir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×