Erlent

Handtökur í Birmingham

Maðurinn var handtekinn í Birmingham eldsnemma í morgun. Fréttastofa BBC hefur eftir heimildarmönnum innan Skotland Yard að hann kunni að vera einn fjórmenninganna sem ákaft hefur verið leitað vegna árásarinnar á London í síðustu viku. Árásin mistókst og árásarmennirnir hafa gengið lausir síðan. Eftir eltingaleik í morgun náðu lögreglumenn að gefa manninum rafstuð og handtóku hann í kjölfarið. Ekki kom til þess að lögreglan þyrfti að skjóta á manninn, en í fórum hans var grunsamlegur böggull og svæðið í kringum handtökuna var rýmt á meðan böggullinn var fjarlægður. Þá voru um hundrað íbúðarhús í nágrenninu rýmd af ótta við að böggullinn innihéldi sprengju. Lögreglan í Birmingham rannsakar nú innihaldið, en hinn handtekni hefur verið fluttur til London, þar sem hann verður yfirheyrður í dag. Þrír aðrir menn, sem taldir eru tengjast árásunum voru handteknir í Birmingham í morgun og seint í gærkvöldi voru tveir handteknir í lest sem var á leiðinni á Kings Cross lestarstöðina í London. Heimildarmaður BBC segir mikla bjartsýni innan lögreglunnar eftir handtökurnar í morgun. Ef einn hinna handteknu sé í raun einn árásarmannanna, geti hann ef til vill varpað ljósi á hvort árásirnar tvær á London tengist og hver skipulagði þær. Þá geti það einnig leitt lögreglu á slóð hinna þriggja árásarmannanna.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×