Erlent

Ítalir óttast hryðjuverk

Mikill meirihluti ítölsku þjóðarinnar á von á að hryðjuverkaárás verði gerð í landinu í nánustu framtíð. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var í kjölfar hryðjuverkaárásanna í London á dögunum. Áttatíu og fimm prósent aðspurðra sögðust fullviss um að árás yrði gerð á næstu vikum eða mánuðum. Svipuð niðurstaða var í könnun sem gerð var í Danmörku nýverið en í tilkynningu frá þeim sem báru ábyrgð á sprengjuárásunum í London, sem birtist sama dag og þær voru gerðar, var talað um að Ítalía og Danmörk væru ofarlega á lista væntanlegra skotmarka.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×