Erlent

Fjögurra enn leitað

Lögreglan í Bretlandi hefur staðfest að maðurinn sem hún skaut til bana á járnbrautarstöð í Lundúnum í morgun tengdist árásunum í gær. Hún leitar einnig fjögurra annarra manna sem tengjast árásinni. Komið hefur í ljós að sprengjurnar sem notaðar voru í árásunum í gær voru heimatilbúnar og lögreglan leitar sem stendur að sprengju í húsi við Harrow Road í vesturhluta Lundúna í tengslum við sprengjuárásirnar í gær en enn hefur enginn verið handtekinn. Bretar eru taldir tapa að minnsta kosti 300 milljónum punda vegna samdráttar í ferðamannaiðnðai í kjölfar sprengjuárásanna á Lundúnir í byrjun mánaðarins. Árásirnar í gær eru ekki inni í þessari tölu en hækka hana líklega verulega. Samkvæmt tölum VisitBritain var gert ráð fyrir að eyðsla ferðamanna myndi aukast um 4-7% á milli ára eða um 13 milljarða punda.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×