Erlent

Litlar upplýsingar um þann látna

Breska lögreglan hefur enn ekki gefið neinar upplýsingar um mann sem hún skaut til bana í morgun, á járnbrautarstöð í Lundúnum. Fréttir af atburðinum er enn óljósar, en lögreglan hefur þó staðfest að maðurinn hafi verið skotinn til bana þegar hann var að fara um borð í járnbrautarlest á Stockwell brautarstöðinni. Hann hafi ekki hlýtt skipunum lögreglumanna, sem sögðu honum að nema staðar. Vitni að atburðinum segja að hlutirnir hafi gerst mjög hratt  og þau segja að vopnaðir lögreglumenn hafi birst fyrirvarlaust áu á harðahlaupum, á eftir manni í þykkum vetrarjakka. Lögreglumennirnir hrópuðu til lestarfarþega að forða sér hið bráðasta af stöðinni og hófu síðn skothríð. Mark Whitby, eitt vitnanna segir lögreglumennina hafa skotið manninn fimm skotum, þar sem hann lá á brautarpallinum. Aðrir sjónarvottar tala einnig um fimm til sjö skot. Sky sjónvarpsstöðin hefur eftir heimildarmönnum innan lögreglunnar að maðurinn hafi verið einn þeirra sem stóð að sprengjutilræðunum í Lundúnum, í gær. En sem fyrr segir hefur lögreglan ekki staðfest að svo sé, né heldur hefur hún skýrt frá því hvort maðurinn hafi verið með sprengju á sér. Í framhaldi af þessu var nokkrum leiðum neðanjarðarlestanna, sem liggja í gegnum Stockwell brautarstöðina, lokað. Þá hefur verið staðfest að vopnaðir lögreglumenn hafi umkringt bænahús múslima í austurhluta Lundúna, í morgun. Því umsátri hefur nú verið aflétt og sú skýring gefin að sprengjuhótun hafi borist til bænahússins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×