Erlent

Hefja leit í föggum fólks

Öryggisyfirvöld í New York hafa ákveðið að hefja slembileit í bakpokum og töskum fólks í borginni í kjölfar árásanna á London í gær. Frá og með deginum í dag getur hver sá sem notast við almennings samgöngur í borginni átt von á að leitað verði í föggum hans. Ekki liggur fyrir hve viðamiklar aðgerðirnar eru. Hingað til hefur ekki verið farið út í slíkar aðgerðir af ótta við tafir sem af þeim kynnu að hljótast.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×