Tilraun til sjálfsmorðsárása? 13. október 2005 19:33 Naglasprengja var sprengd við eða í neðanjarðarlest við Warren Street lestarstöðina í London, samkvæmt óstaðfestum fregnum. Nú hafa borist fregnir af einhvers konar atvikum í almenningssamgöngum í borginni og segja fréttamenn Sky-fréttastöðvarinnar að ýmislegt bendi til þess að reynt hafi verið að gera fjórar sjálfsmorðsárásir. Ferðir þriggja leiða neðanjarðarlesta hafa verið stöðvaðar. Nú rétt fyrir eitt var staðfest að einn er slasaður í Warren Street en hvorki er ljóst hver það er né hversu alvarleg meiðslin kunna að vera. Talsmenn Scotland Yard segja að málið sé enn sem komið er ekki talið stórmál. Sjúkrahús eru þó í viðbragðsstöðum. Götum í nánd við Warren Street neðanjarðarlestarstöðina í London hefur verið lokað og lögregla segir fólki að yfirgefa svæðið. Sömu sögu er að segja í nánd við Oval-stöðina og þar hafa byggingar í grennd einnig verið rýmdar, og svo Shephard's Bush. BBC segir reyk sjáanlegan við tvær stöðvanna. Að auki hefur borist óstaðfest frétt um sprengju í strætisvagni við Hackney, en af myndum úr öryggismyndavélum að dæma er vagninn ekki mikið laskaður. Enginn er þó á ferð í nánd við vagninn og hefur lögregla girt hann af, sem er túlkað sem svo að óttast sé að sprengja kunni enn að vera um borð. Talsmaður strætisvagnafyrirtækisins segir rúðurnar í vagninum hafa þeyst út. Sjónarvottur greinir frá því að sprenging hafi orðið í bakpoka hjá manni í einum neðanjarðarlestarvagninum, en hún er sögð hafa orðið minniháttar. Maðurinn með bakpokann á að hafa blótað hraustlega í kjölfarið. Misvísandi fregnir berast af því atviki, ekki er ljóst hvort að það var naglasprengjan sem fregnir berast af eða mishepnuð sjálfsmorðsárás. Hjá Scotland Yard segja sérfræðingar að hugsanlega hafi hvellhettur sprungið og hugsanlega hafi árásirnar mistekist. Staðfest hefur verið að reykur barst úr einum lestarvagni en frekari staðfestingar hafa ekki fengist á því hvað er á seyði. Farþegar í lestunum munu hins vegar hafa troðist út, skelfingu lostnir, en aðeins er liðinn hálfur mánuður frá því að fimmtíu og þrír voru drepnir í samhæfðum hryðjuverkaárásum á þrjár neðanjarðarlestir og strætisvagn í London. Fjármálamarkaðir brugðust þegar í stað illa við fregnunum af atburðunum í London. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Naglasprengja var sprengd við eða í neðanjarðarlest við Warren Street lestarstöðina í London, samkvæmt óstaðfestum fregnum. Nú hafa borist fregnir af einhvers konar atvikum í almenningssamgöngum í borginni og segja fréttamenn Sky-fréttastöðvarinnar að ýmislegt bendi til þess að reynt hafi verið að gera fjórar sjálfsmorðsárásir. Ferðir þriggja leiða neðanjarðarlesta hafa verið stöðvaðar. Nú rétt fyrir eitt var staðfest að einn er slasaður í Warren Street en hvorki er ljóst hver það er né hversu alvarleg meiðslin kunna að vera. Talsmenn Scotland Yard segja að málið sé enn sem komið er ekki talið stórmál. Sjúkrahús eru þó í viðbragðsstöðum. Götum í nánd við Warren Street neðanjarðarlestarstöðina í London hefur verið lokað og lögregla segir fólki að yfirgefa svæðið. Sömu sögu er að segja í nánd við Oval-stöðina og þar hafa byggingar í grennd einnig verið rýmdar, og svo Shephard's Bush. BBC segir reyk sjáanlegan við tvær stöðvanna. Að auki hefur borist óstaðfest frétt um sprengju í strætisvagni við Hackney, en af myndum úr öryggismyndavélum að dæma er vagninn ekki mikið laskaður. Enginn er þó á ferð í nánd við vagninn og hefur lögregla girt hann af, sem er túlkað sem svo að óttast sé að sprengja kunni enn að vera um borð. Talsmaður strætisvagnafyrirtækisins segir rúðurnar í vagninum hafa þeyst út. Sjónarvottur greinir frá því að sprenging hafi orðið í bakpoka hjá manni í einum neðanjarðarlestarvagninum, en hún er sögð hafa orðið minniháttar. Maðurinn með bakpokann á að hafa blótað hraustlega í kjölfarið. Misvísandi fregnir berast af því atviki, ekki er ljóst hvort að það var naglasprengjan sem fregnir berast af eða mishepnuð sjálfsmorðsárás. Hjá Scotland Yard segja sérfræðingar að hugsanlega hafi hvellhettur sprungið og hugsanlega hafi árásirnar mistekist. Staðfest hefur verið að reykur barst úr einum lestarvagni en frekari staðfestingar hafa ekki fengist á því hvað er á seyði. Farþegar í lestunum munu hins vegar hafa troðist út, skelfingu lostnir, en aðeins er liðinn hálfur mánuður frá því að fimmtíu og þrír voru drepnir í samhæfðum hryðjuverkaárásum á þrjár neðanjarðarlestir og strætisvagn í London. Fjármálamarkaðir brugðust þegar í stað illa við fregnunum af atburðunum í London.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira