Erlent

Sjö verið handteknir í Pakistan

Lögreglan í Pakistan hefur handtekið sjö menn sem taldir eru tengjast hryðjuverkunum á London á einn eða annan hátt. Einn mannanna, sem handtekinn var í gær, er talinn hafa rætt við einn árásarmannanna aðeins fáeinum klukkutímum fyrir árásirnar. Stjórnvöld í Pakistan þegja þó þunnu hljóði og neita að gefa upp nafn mannsins sem handtekinn var í gær. Alls voru um hundrað manns handteknir í landinu í gær í mikilli lögreglurassíu á bækistöðvar íslamskra öfgamanna um allt landið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×