Erlent

Pakistönum ekki um að kenna

Bretar ættu ekki að saka erlendar þjóðir um að hafa áhrif á árásarmennina í Lundúnum, segir sendiherra Pakistana hjá Sameinuðu þjóðunum. Þrír af mönnunum sem taldir eru bera ábyrgð á hryðjuverkunum í borginni sjöunda júlí eru af pakistönskum uppruna og einn sótti þar trúarlegan skóla að því er fram kemur á fréttavef BBC. "Bretar þurfa að líta í eigin barm og skoða sín eigin vandamál til þess að komast að rót hryðjuverkavandans," segir sendiherrann.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×