Hringurinn þrengist óðum 15. júlí 2005 00:01 Hringurinn þrengist óðum um höfuðpaura árásanna í London en lögreglan handtók í dag efnafræðinginn svokallaða sem hefur verið eftirlýstur um allan heim. Þá voru fjórir menn handteknir í Pakistan í dag, grunaðir um aðild að hryðjuverkunum. Enn er þó að minnsta kosti einn höfuðpauranna ófundinn. Maður, sem talinn er hafa búið til sprengjurnar sem sprengdar voru í Lundúnum í síðustu viku, hefur verið handtekinn í Kaíró í Egyptalandi þaðan sem talið er að maðurinn sé frá. Hann hefur verið eftirlýstur um allan heim og er talinn tengjast Al-Qaida hryðjuverkasamtökunum. Um er að ræða 33 ára gamlan egypskan efnafræðinema sem bjó í Leeds. Lögreglan gerði nýlega húsleit í íbúð mannsins ásamt fleiri íbúðum í Leeds en sprengiefni fundust, ekki ósvipuð þeim sem Al-Qaida notar. Höfuðpaurinn hefur þó enn ekki fundist en hann er sagður löngu flúinn land. Þúsundir manna komu saman við Trafalgar-torg í London í gærkvöld til að minnast þeirra sem létu lífið í sprengingunum. Ken Livingstone, borgarstjóri Lundúnaborgar, sagði í ræðu sem hann hélt að markmið hryðjuverkamannanna væri að fá fólk upp á móti hvert öðru, þeim skyldi þó mistakast ætlunarverk sitt og hamraði hann á umburðarlyndi og að allir, jafnt kristnir sem múslimar, stæðu saman gegn hryðjuverkaógninni. Fjörutíu og fjórir eru enn á sjúkrahúsum eftir hryðjuverkin og níu þeirra eru enn á gjörgæsludeildum en tala látinna í hryðjuverkaárásunum er nú komin í fimmtíu og fjóra. Samtök múslima í Bandaríkjunum hafa hafið eins konar markaðsherferð undir nafninu "Ekki í nafni íslam". Markmið herferðarinnar er að bæta ímynd múslima í landinu en þeir hafa þar í landi, líkt og í Bretlandi, verið áreittir eftir sprengjuárásirnar í London. Formaður samtakanna sagði í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér að það væri kristaltært að samtökin fordæmdu allar hryðjuverkaárásir sem gerðar væru. Hann sagði íslam ekki snúast um hatur eða ofbeldi heldur frið og réttlæti. Lögreglan, bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum, segir miklar líkur á að annað hryðjuverk verði framið á næstunni og hafa ríkisstjórnir Bretlands, Frakklands og Bandaríkjanna aukið viðbúnaðarstig. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Hringurinn þrengist óðum um höfuðpaura árásanna í London en lögreglan handtók í dag efnafræðinginn svokallaða sem hefur verið eftirlýstur um allan heim. Þá voru fjórir menn handteknir í Pakistan í dag, grunaðir um aðild að hryðjuverkunum. Enn er þó að minnsta kosti einn höfuðpauranna ófundinn. Maður, sem talinn er hafa búið til sprengjurnar sem sprengdar voru í Lundúnum í síðustu viku, hefur verið handtekinn í Kaíró í Egyptalandi þaðan sem talið er að maðurinn sé frá. Hann hefur verið eftirlýstur um allan heim og er talinn tengjast Al-Qaida hryðjuverkasamtökunum. Um er að ræða 33 ára gamlan egypskan efnafræðinema sem bjó í Leeds. Lögreglan gerði nýlega húsleit í íbúð mannsins ásamt fleiri íbúðum í Leeds en sprengiefni fundust, ekki ósvipuð þeim sem Al-Qaida notar. Höfuðpaurinn hefur þó enn ekki fundist en hann er sagður löngu flúinn land. Þúsundir manna komu saman við Trafalgar-torg í London í gærkvöld til að minnast þeirra sem létu lífið í sprengingunum. Ken Livingstone, borgarstjóri Lundúnaborgar, sagði í ræðu sem hann hélt að markmið hryðjuverkamannanna væri að fá fólk upp á móti hvert öðru, þeim skyldi þó mistakast ætlunarverk sitt og hamraði hann á umburðarlyndi og að allir, jafnt kristnir sem múslimar, stæðu saman gegn hryðjuverkaógninni. Fjörutíu og fjórir eru enn á sjúkrahúsum eftir hryðjuverkin og níu þeirra eru enn á gjörgæsludeildum en tala látinna í hryðjuverkaárásunum er nú komin í fimmtíu og fjóra. Samtök múslima í Bandaríkjunum hafa hafið eins konar markaðsherferð undir nafninu "Ekki í nafni íslam". Markmið herferðarinnar er að bæta ímynd múslima í landinu en þeir hafa þar í landi, líkt og í Bretlandi, verið áreittir eftir sprengjuárásirnar í London. Formaður samtakanna sagði í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér að það væri kristaltært að samtökin fordæmdu allar hryðjuverkaárásir sem gerðar væru. Hann sagði íslam ekki snúast um hatur eða ofbeldi heldur frið og réttlæti. Lögreglan, bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum, segir miklar líkur á að annað hryðjuverk verði framið á næstunni og hafa ríkisstjórnir Bretlands, Frakklands og Bandaríkjanna aukið viðbúnaðarstig.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira