Erlent

Londonárás: 4 handteknir í viðbót

MYND/AP
Fjórir menn sem grunaðir eru um aðild að hryðjuverkunum í London í síðustu viku voru handteknir í Pakistan í dag. Mennirnir voru handsamaðir í borginni Faisalabad í miðhluta landsins. Fyrr í dag var greint frá því að einn sjálfsmorðsárásarmannanna sem fórst í London hafi átt fund með al-Qaida meðlimi í Faisalabad fyrir tveimur árum en sá maður situr nú í fangelsi í Pakistan fyrir sprengingu í kirkju í höfuðborginni, Islamabad, árið 2002. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×