Þögn sló yfir Lundúnir 14. júlí 2005 00:01 Í gær var liðin vika frá hryðjuverkaárásunum á Lundúnir og þess minntust borgarbúar með tveggja mínútna langri þögn í gær. Lundúnalögreglan greindi frá því í gær að fjórði sprengjumaðurinn væri Jamaíki. Þegar Big Ben sló tólf högg á hádegi í gær sló jafnframt þögn yfir Lundúnaborg. Þá var þess minnst að vika var liðin síðan sprengjurnar fjórar voru sprengdar í neðanjarðarlestum og strætisvagni með þeim afleiðingum að í það minnsta 53 manns létust og 700 slösuðust. Um allt Bretland og raunar víðar um Evrópu gerði fólk hlé á störfum sínum og sameinaðist í þögninni. Strætisvagnar og leigubílar staðnæmdust en neðanjarðarlestirnar héldu þó áfram göngu sinni. Í Buckingham-höll leiddi Elísabet Bretadrottning stutta athöfn en á meðan var Ken Livingstone, borgarstjóri Lundúna, með trúarleiðtogum á Trafalgar Square. Hann sagði í viðtali við BBC að borgarbúar hefðu staðist erfiða prófraun í síðustu viku með því að snúast ekki hverjir gegn öðrum eins og hryðjuverkamennirnir vildu. Scotland Yard birti í gær myndir af Hasib Mir Hussain, sem grunaður er um að hafa sprengt upp strætisvagninn á Tavistock Square, en myndirnar voru teknar á lestarstöðinni í Luton að morgni 7. júlí. Þá upplýsti lögreglan að fjórði sprengjumaðurinn, sá sem framdi hryðjuverkið í lestinni við Russel Square, hefði að líkindum verið Lindsay Germaine, maður af jamaískum uppruna frá Buckinghamshire en ekki er vitað hvernig hann tengdist hinum árásarmönnunum. Leit að tveimur mönnum til viðbótar sem taldir eru hafa skipulagt árásirnar stendur enn yfir en talið er að þeir hafi yfirgefið landið. Í gær var búið að bera kennsl á lík fjórtán þeirra sem fórust í árásunum. Fimmtíu hinna slösuðu eru enn á sjúkrahúsi. Áður en þagnarbindindið hófst flutti vagnstjóri strætisvagnsins stutt ávarp þar sem hann vottaði fjölskyldum fórnarlambanna samúð sína. "Við minnumst þeirra með þögninni í dag. Með kyrrlátri reisn og virðingu sýnum við andúð okkar á þeim sem komu sprengjunum fyrir og þeim sem fengu þá til þess arna. Þar sem við stöndum sameinuð sendum við skilaboð til illvirkjanna: Þið munuð hvorki sigra okkur né brjóta okkur á bak aftur." Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Í gær var liðin vika frá hryðjuverkaárásunum á Lundúnir og þess minntust borgarbúar með tveggja mínútna langri þögn í gær. Lundúnalögreglan greindi frá því í gær að fjórði sprengjumaðurinn væri Jamaíki. Þegar Big Ben sló tólf högg á hádegi í gær sló jafnframt þögn yfir Lundúnaborg. Þá var þess minnst að vika var liðin síðan sprengjurnar fjórar voru sprengdar í neðanjarðarlestum og strætisvagni með þeim afleiðingum að í það minnsta 53 manns létust og 700 slösuðust. Um allt Bretland og raunar víðar um Evrópu gerði fólk hlé á störfum sínum og sameinaðist í þögninni. Strætisvagnar og leigubílar staðnæmdust en neðanjarðarlestirnar héldu þó áfram göngu sinni. Í Buckingham-höll leiddi Elísabet Bretadrottning stutta athöfn en á meðan var Ken Livingstone, borgarstjóri Lundúna, með trúarleiðtogum á Trafalgar Square. Hann sagði í viðtali við BBC að borgarbúar hefðu staðist erfiða prófraun í síðustu viku með því að snúast ekki hverjir gegn öðrum eins og hryðjuverkamennirnir vildu. Scotland Yard birti í gær myndir af Hasib Mir Hussain, sem grunaður er um að hafa sprengt upp strætisvagninn á Tavistock Square, en myndirnar voru teknar á lestarstöðinni í Luton að morgni 7. júlí. Þá upplýsti lögreglan að fjórði sprengjumaðurinn, sá sem framdi hryðjuverkið í lestinni við Russel Square, hefði að líkindum verið Lindsay Germaine, maður af jamaískum uppruna frá Buckinghamshire en ekki er vitað hvernig hann tengdist hinum árásarmönnunum. Leit að tveimur mönnum til viðbótar sem taldir eru hafa skipulagt árásirnar stendur enn yfir en talið er að þeir hafi yfirgefið landið. Í gær var búið að bera kennsl á lík fjórtán þeirra sem fórust í árásunum. Fimmtíu hinna slösuðu eru enn á sjúkrahúsi. Áður en þagnarbindindið hófst flutti vagnstjóri strætisvagnsins stutt ávarp þar sem hann vottaði fjölskyldum fórnarlambanna samúð sína. "Við minnumst þeirra með þögninni í dag. Með kyrrlátri reisn og virðingu sýnum við andúð okkar á þeim sem komu sprengjunum fyrir og þeim sem fengu þá til þess arna. Þar sem við stöndum sameinuð sendum við skilaboð til illvirkjanna: Þið munuð hvorki sigra okkur né brjóta okkur á bak aftur."
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira