Áhyggjur móður hjálpuðu rannsókn 13. júlí 2005 00:01 Símhringing örvæntingarfullrar móður kom bresku lögreglunni á sporið í leitinni að þeim sem frömdu sprengjutilræðin í Lundúnum fyrir viku. Svarið við eftirgrennslan hennar reyndist annað og verra en hún átti von á - sonur hennar er einn þeirra fjögurra manna sem grunaðir eru um að hafa sprengt sprengjur í jarðlestum og strætisvagni og banað að minnsta kosti 52 manns. Lýsing móðurinnar á fötum sonarins kom heim og saman við þau sem voru á líki sem var svo illa farið að talið er að það sé af manninum sem sprengdi sjálfan sig í loft upp í tveggja hæða strætisvagni við Tavistock-torg, að því er dagblaðið The Times greindi frá í gær. Þrettán manns fórust í þeirri sprengingu. Maðurinn, sem var 19 ára og hét Hasib Hussain, sást ásamt þremur öðrum mönnum á upptöku öryggismyndavélar á Kings Cross-lestarstöðinni, en upptakan var frá því kl. 8:30 á fimmtudagsmorguninn, um 20 mínútum áður en sprengjurnar sprungu. Mennirnir eru allir af pakistönskum uppruna en fæddir og uppaldir í Bretlandi. Lögreglan vissi að rannsóknin var keppni við tímann, þar sem á reið að finna hverjir staðið hefðu að tilræðunum; annars væri hætta á að þeir létu aftur til skarar skríða. Þótt sprengjumennirnir hafi sjálfir farist í árásunum er talið líklegt að samverkamenn þeirra eða hugsanlegur forsprakki gangi enn lausir. Sá forsprakki gæti verið tengdur alþjóðlegu hryðjuverkaneti eins og al-Kaída og að sögn sérfræðinga er vel hugsanlegt að hann hafi komið til Bretlands til að leita nýrra liðsmanna í hinu "heilaga stríði" og útvega þeim sprengiefni. "Ég trúi því einfaldlega ekki að verknaður eins og þessi geti hafa verið einkaframtak þessara fjögurra ungu manna," hefur AP eftir Paul Wilkinson, sem starfar við hryðjuverkarannsóknamiðstöð St Andrews-háskóla í Skotlandi. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Símhringing örvæntingarfullrar móður kom bresku lögreglunni á sporið í leitinni að þeim sem frömdu sprengjutilræðin í Lundúnum fyrir viku. Svarið við eftirgrennslan hennar reyndist annað og verra en hún átti von á - sonur hennar er einn þeirra fjögurra manna sem grunaðir eru um að hafa sprengt sprengjur í jarðlestum og strætisvagni og banað að minnsta kosti 52 manns. Lýsing móðurinnar á fötum sonarins kom heim og saman við þau sem voru á líki sem var svo illa farið að talið er að það sé af manninum sem sprengdi sjálfan sig í loft upp í tveggja hæða strætisvagni við Tavistock-torg, að því er dagblaðið The Times greindi frá í gær. Þrettán manns fórust í þeirri sprengingu. Maðurinn, sem var 19 ára og hét Hasib Hussain, sást ásamt þremur öðrum mönnum á upptöku öryggismyndavélar á Kings Cross-lestarstöðinni, en upptakan var frá því kl. 8:30 á fimmtudagsmorguninn, um 20 mínútum áður en sprengjurnar sprungu. Mennirnir eru allir af pakistönskum uppruna en fæddir og uppaldir í Bretlandi. Lögreglan vissi að rannsóknin var keppni við tímann, þar sem á reið að finna hverjir staðið hefðu að tilræðunum; annars væri hætta á að þeir létu aftur til skarar skríða. Þótt sprengjumennirnir hafi sjálfir farist í árásunum er talið líklegt að samverkamenn þeirra eða hugsanlegur forsprakki gangi enn lausir. Sá forsprakki gæti verið tengdur alþjóðlegu hryðjuverkaneti eins og al-Kaída og að sögn sérfræðinga er vel hugsanlegt að hann hafi komið til Bretlands til að leita nýrra liðsmanna í hinu "heilaga stríði" og útvega þeim sprengiefni. "Ég trúi því einfaldlega ekki að verknaður eins og þessi geti hafa verið einkaframtak þessara fjögurra ungu manna," hefur AP eftir Paul Wilkinson, sem starfar við hryðjuverkarannsóknamiðstöð St Andrews-háskóla í Skotlandi.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira