Bretar undrandi og reiðir 13. júlí 2005 00:01 Bretar eru undrandi og reiðir yfir því að hryðjuverkamennirnir sem sprengdu upp lestir og strætisvagn í London í vikunni, séu breskir. Skemmdarverk á heimilum, vinnustöðum og moskum múslima hafa verið tíð eftir sprengingarnar. Tony Blair hefur beðið Breta um að halda stillingu sinni og lagt áherslu á umburðarlyndi og samheldni. Tveir Bretanna sem grunaðir eru um að hafa framið hryðjuverkaárásirnar á London á fimmtudag voru 19 og 22 ára, búsettir í Leeds. Þá er talið að þriðji maðurinn sé þrítugur frá Dewsbury en grunur leikur á að tveir til viðbótar tengist sprengjuárásunum beint. Mennirnir eru allir af pakistönskum uppruna en rannsókn lögreglunnar beinist nú að því að finna alla þá sem þátt áttu í að skipuleggja árásirnar í London sem urðu fimmtíu og tveimur að bana. Lögreglan gerði í dag húsleit í sex húsum í Leeds og eru nágrannar mannanna undrandi á því að þeir hafi tengst árásunum enda vel liðnir. Talið er að mennirnir hafi starfað undir stjórn utanaðkomandi aðila og er óttast að annar hópur tilræðismanna, undir stjórn sömu aðila, sé að undirbúa fleiri árásir á bæði Bretland og víðar. Einn maður var handtekinn í aðgerðum lögreglunnar í Yorkshire í gærmorgun en hann mun vera skyldur einum af meintum tilræðisumönnum. Sérfræðingar telja að höfuðpaurinn hafi farið úr landi löngu áður en árásirnar voru gerðar en talið er að hann hafi kynnt sér neðanjarðarlestarkerfi Lundúna vel og lengi áður en árásirnar voru gerðar. Þá telja ýmsir sérfræðingar að sami aðili hafi skipulagt hryðjuverkin í Madrid á síðasta ári. Undir smásjánni er 46 ára Sýrlendingur sem bjó í Lundúnum fram undir miðjan síðasta áratug en stofnaði síðar þjálfunarbúðir fyrir hryðjuverkamenn í Afghanistan. Talið er að yfir þrjú þúsund manns hafi fengið þjálfun í búðunum. Ekki er vitað með vissu um afdrif mannanna en talið er að meirihluti þeirra hafi flust aftur til Bretlands að þjálfun lokinni. Tony Blair og George Bush hafa lagt ríka áherslu á að haldið verði áfram að berjast gegn hryðjuverkamönnum í Austurlöndum fjær en ýmsir hafa þó bent á að betra sé að huga að málum heima fyrir, þar sé hættan ekki síðri. Tony Blair hefur lofað að vinna með samfélagi múslima í Bretlandi en margir þeirra hafa orðið fyrir aðkasti að undanförnu. Þá hafa að minnsta kosti tvær moskur verið skemmdar. Blair segir umburðarlyndi mikilvægt og að allir leggist á eitt við að vinna gegn hryðjuverkaógninni. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Sjá meira
Bretar eru undrandi og reiðir yfir því að hryðjuverkamennirnir sem sprengdu upp lestir og strætisvagn í London í vikunni, séu breskir. Skemmdarverk á heimilum, vinnustöðum og moskum múslima hafa verið tíð eftir sprengingarnar. Tony Blair hefur beðið Breta um að halda stillingu sinni og lagt áherslu á umburðarlyndi og samheldni. Tveir Bretanna sem grunaðir eru um að hafa framið hryðjuverkaárásirnar á London á fimmtudag voru 19 og 22 ára, búsettir í Leeds. Þá er talið að þriðji maðurinn sé þrítugur frá Dewsbury en grunur leikur á að tveir til viðbótar tengist sprengjuárásunum beint. Mennirnir eru allir af pakistönskum uppruna en rannsókn lögreglunnar beinist nú að því að finna alla þá sem þátt áttu í að skipuleggja árásirnar í London sem urðu fimmtíu og tveimur að bana. Lögreglan gerði í dag húsleit í sex húsum í Leeds og eru nágrannar mannanna undrandi á því að þeir hafi tengst árásunum enda vel liðnir. Talið er að mennirnir hafi starfað undir stjórn utanaðkomandi aðila og er óttast að annar hópur tilræðismanna, undir stjórn sömu aðila, sé að undirbúa fleiri árásir á bæði Bretland og víðar. Einn maður var handtekinn í aðgerðum lögreglunnar í Yorkshire í gærmorgun en hann mun vera skyldur einum af meintum tilræðisumönnum. Sérfræðingar telja að höfuðpaurinn hafi farið úr landi löngu áður en árásirnar voru gerðar en talið er að hann hafi kynnt sér neðanjarðarlestarkerfi Lundúna vel og lengi áður en árásirnar voru gerðar. Þá telja ýmsir sérfræðingar að sami aðili hafi skipulagt hryðjuverkin í Madrid á síðasta ári. Undir smásjánni er 46 ára Sýrlendingur sem bjó í Lundúnum fram undir miðjan síðasta áratug en stofnaði síðar þjálfunarbúðir fyrir hryðjuverkamenn í Afghanistan. Talið er að yfir þrjú þúsund manns hafi fengið þjálfun í búðunum. Ekki er vitað með vissu um afdrif mannanna en talið er að meirihluti þeirra hafi flust aftur til Bretlands að þjálfun lokinni. Tony Blair og George Bush hafa lagt ríka áherslu á að haldið verði áfram að berjast gegn hryðjuverkamönnum í Austurlöndum fjær en ýmsir hafa þó bent á að betra sé að huga að málum heima fyrir, þar sé hættan ekki síðri. Tony Blair hefur lofað að vinna með samfélagi múslima í Bretlandi en margir þeirra hafa orðið fyrir aðkasti að undanförnu. Þá hafa að minnsta kosti tvær moskur verið skemmdar. Blair segir umburðarlyndi mikilvægt og að allir leggist á eitt við að vinna gegn hryðjuverkaógninni.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Sjá meira