Erlent

142 handteknir

Ítalskir lögreglumenn handtóku 142 einstaklinga í viðamiklum aðgerðum í og við Mílanó á föstudag og laugardag. Handtökurnar eru hluti af stórauknum viðbúnaði á Ítalíu í kjölfar hryðjuverkanna í Lundúnum og hótana um hryðjuverk á Ítalíu. 82 þeirra sem voru handteknir eru innflytjendur og hefur 52 þeirra verið vísað úr landi. Flestir þeirra handteknu voru sakaðir um minni háttar glæpi. Antonio Girone lögregluherforingi sagði að áherslan hefði verið á Mílanó þar sem rannsókn ítölsku lögreglunnar á grunuðum hryðjuverkamönnum hefði gefið til kynna að hætta kynni að vera á meiri háttar hryðjuverkaárás í borginni.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×