Erlent

Taldi sig sjá grunsamlegan mann

Farþegar í strætisvagni sem var sprengdur telja sig hafa séð sjálfsmorðssprengjuárásarmann um borð í honum. Eitt vitni segir að maðurinn hafi hegðað sér grunsamlega, virst stressaður og hafi sífellt fitlað við eitthvað í bakpokanum sínum. Annað vitni, sem hjúkraði tveimur stúlkum á vettvangi eftir sprengingarnar, hefur það eftir þeim að maður í námunda við þær hafi sprengt sig í loft upp. Að minnsta kosti tveir létust í strætisvagninum sem í voru tuttugu farþegar þegar sprengingarnar urðu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×