Erlent

Mikið bloggað eftir árásirnar

Fjöldamargir virðast hafa leitað á náðir bloggsins eftir árásirnar í Lundúnum. Þeir sem voru í nánd við árásirnar hafa skrifað um reynslu sína og birt myndir teknar með GSM-símum á vettvangi. Þá var einnig mikið um færslur þar sem viðkomandi bloggari lét einfaldlega vita að í lagi væri með sig. Fjöldamargir virðast einnig hafa sótt í að lesa frásagnir á bloggum, en af tíu algengustu leitunum á bloggleitarvélinni Technorati.com í gær voru átta sem tengdust hryðjuverkaárásunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×