Erlent

Skýrar andstæður

George W. Bush Bandaríkjaforseti telur að andstæðurnar á milli þjóðarleiðtoganna í Gleneagles í Skotlandi og tilræðismannanna í New York gætu ekki verið skarpari. George W. Bush var ásamt hinum leiðtogum G8-ríkjanna á fundi í Gleneagles þegar sprengingarnar í Lundúnum riðu af. Síðdegis í gær flutti hann stutt ávarp og greinilegt að honum var brugðið. "Andstæðurnar á milli þess sem ég hef séð hér í Gleneagles og þess sem birtist okkur í sjónvarpinu frá Lundúnum eru sérstaklega sláandi í mínum huga. Annars vegar er hér fólk sem vinnur hörðum höndum að því að útrýma fátækt og banvænum sjúkdómum. Hins vegar eru þeir sem hika ekki við að myrða saklaust fólk." Bush vék því næst að andrúmsloftinu á fundinum. "Stríðið gegn hryðjuverkum er enn í fullum gangi. Mér fannst mjög mikið til staðfestu hinna þjóðarleiðtoganna koma, þeir eru jafn staðfastir og ég. Við stöndum fastar á því en fótunum að við förum ekki að kröfum þessa fólks, látum ekki undan hryðjuverkamönnum. Við finnum þá og komum yfir þá lögum." Viðbúnaðarstig í Bandaríkjunum var hækkað vegna árásanna í Lundúnum í gær.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×