Erlent

Fullkomið öryggi útilokað

Sérfræðingar í hryðjuverkavörnum segja að aldrei verði hægt að koma algjörlega í veg fyrir árásir á borð við þær sem gerðar voru á Lundúnir í gær. Vopna- og sprengiefnaleit á hverjum einasta farþega væri alltof kostnaðar- og tafsöm til að hún væri réttlætanleg. "Það er ómögulegt að koma í veg fyrir vel skipulagða hryðjuverkaárás. Það besta sem lögreglan getur gert er að koma fyrir útsendurum í hryðjuverkasellum, fá upplýsingar og stöðva þannig illvirkjana," segir Alex Standish, ritstjóri Jane's Intelligence Digest. Viðmælendum AP-fréttastofunnar bar saman um að árásirnar í gær hefðu verið afar vel skipulagðar og skýr markmið hefðu legið að baki þeim. Þeir voru hins vegar einnig sammála um að lögregla og sjúkralið hefðu brugðist hratt og vel við erfiðum aðstæðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×