Þrjátíu og átta biðu bana 7. júlí 2005 00:01 Hryðjuverkamenn tengdir al-Kaída samtökunum létu til skarar skríða gegn Lundúnabúum í gærmorgun. Á háannatíma, þegar borgarbúar voru á leið til vinnu, sprengdu þeir fjórar sprengjur í neðanjarðarlestum og strætisvagni á tæpri klukkustund. Lengi vel lék vafi á hversu margar sprengingarnar voru og var um tíma talið að sjö tilræði hefðu verið framin. Þegar líða tók á daginn var ljóst að sprengjur höfðu sprungið í þremur lestum og einum strætisvagni. Að minnsta kosti 38 biðu bana og 700 slösuðust, sumir mjög alvarlega. Evrópsk samtök íslamskra öfgamanna, tengd al-Kaída, lýstu ábyrgð á verknaðinum í gær en yfirlýsing þeirra hefur ekki fengist staðfest. Árásirnar bar upp á upphafsdegi viðræðna leiðtoga G8-ríkjanna í Skotlandi. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hélt hins vegar til Lundúna og fundaði með ráðherrum og embættismönnum. Í ávarpi sínu til þjóðarinnar fordæmdi hann árásirnar harðlega og sagði að illvirkjunum myndi ekki takast ætlunarverk sitt. Elísabet Bretadrottning kvaðst miður sín yfir ódæðunum og vottaði þeim sem um sárt eiga að binda samúð sína. Fjöldi Íslendinga býr í Lundúnum eða er þar í sumarfríi. Nokkrir þeirra voru nærri vettvangi atburðanna en ekki er talið að þeir hafi slasast. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Hryðjuverkamenn tengdir al-Kaída samtökunum létu til skarar skríða gegn Lundúnabúum í gærmorgun. Á háannatíma, þegar borgarbúar voru á leið til vinnu, sprengdu þeir fjórar sprengjur í neðanjarðarlestum og strætisvagni á tæpri klukkustund. Lengi vel lék vafi á hversu margar sprengingarnar voru og var um tíma talið að sjö tilræði hefðu verið framin. Þegar líða tók á daginn var ljóst að sprengjur höfðu sprungið í þremur lestum og einum strætisvagni. Að minnsta kosti 38 biðu bana og 700 slösuðust, sumir mjög alvarlega. Evrópsk samtök íslamskra öfgamanna, tengd al-Kaída, lýstu ábyrgð á verknaðinum í gær en yfirlýsing þeirra hefur ekki fengist staðfest. Árásirnar bar upp á upphafsdegi viðræðna leiðtoga G8-ríkjanna í Skotlandi. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hélt hins vegar til Lundúna og fundaði með ráðherrum og embættismönnum. Í ávarpi sínu til þjóðarinnar fordæmdi hann árásirnar harðlega og sagði að illvirkjunum myndi ekki takast ætlunarverk sitt. Elísabet Bretadrottning kvaðst miður sín yfir ódæðunum og vottaði þeim sem um sárt eiga að binda samúð sína. Fjöldi Íslendinga býr í Lundúnum eða er þar í sumarfríi. Nokkrir þeirra voru nærri vettvangi atburðanna en ekki er talið að þeir hafi slasast.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira