Erlent

Hóta Dönum og Ítölum sömu meðferð

"Hin Leynilegu samtök heilags stríðs al-Kaida í Evrópu" sem lýst hafi sig ábyrg fyrir hryðjuverkunum í London í gær hafa hótað Dönum og Ítölum sömu örlögum styðji þessar þjóðir áfram við bakið á Bandaríkjamönnum í hernaði þeirra í Írak og Afganistan. Þrátt fyrir að samtökin séu lítið sem ekkert þekkt telja sérfræðingar alls ekki loku fyrir það skotið að þau beri í raun og veru ábyrgð eins og þau hafa lýst yfir. Sömu samtök kváðust einnig ábyrg fyrir sprengjunum í Madríd í maí á síðasta ári þegar 198 manns létu lífið og segja í yfirlýsingu á arabískri heimasíðu að löngum hafi Bretar verið varaðir við slíkum aðgerðum. Samtökin ítreka ennfremur hótanir sínar gagnvart Dönum og Ítölum og segja að þeirra bíði svipaðar aðgerðir dragi þau hermenn sína ekki frá Írak og Afganistan hið fyrsta. Stjórnvöld í báðum löndum hafa tekið heils hugar undir yfirlýsingar annarra þjóðarleiðtoga heimsins og fordæmt hryðjuverkin í London og heitið því að láta ekki undan síga vegna hótana og ofbeldis ofstækismanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×