Erlent

Hið minnsta 37 látnir

Þrjátíu og sjö hið minnsta voru myrtir í hryðjuverkaárásunum í Lundúnum í dag. Tala þeirra sem fórust hefur verið mjög á reiki í dag. Reuters-fréttaþjónustan hefur heimildir fyrir því að fjörutíu og fimm hafi farist; staðfest tala frá Lundúnalögreglunni var þrjátíu og þrír framan af degi en hækkaði upp í þrjátíu og sjö fyrir skömmu . Slasaðir eru sagðir á bilinu hundrað og fimmtíu, sem eru alvarlega slasaðir, til eitt þúsund.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×