Erlent

Samtökin sem lýstu ábyrgð á hendur

Samtökin sem lýstu ábyrgð á hendur sér Samtökin sem lýst hafa ábyrgð á hendur sér vegna árásanna í London eru ekki áður ókunn, eins og fullyrt hefur verið af sérfræðingum. Þau hafa verið kölluð Leynilegu Al Kaída samtökin í Evrópu en heita Harakat ul-Mudjahedin og voru stofnuð eftir innrás Sovétríkjanna í Afganistan. Þau eru hluti af Al Kaída samtökum Osama bin Ladens og hafa aðsetur í Pakistan og Afganistan. Samtökin þykja enn öfgafyllri og harðskeyttari en Osama. Þau hafa látið til sín taka og eiga fylgismenn í Norður-Afríkulöndum, Bosníu, Tadjikistan, Myanmar (Búrma) og Filippseyjum. Þetta kom fram í viðtali við Jóhönnu Kristjónsdóttur sérfræðing í málefnum Miðausturlanda á TALSTÖÐINNI nú rétt áðan. Sérfræðingar vita enn ekki hvort yfirlýsing samtakanna er sannleikanum samkvæm, en hún er svohljóðandi: "Gleðjist, samfélag múslima - hetjurnar í múdjahedín hafa í dag gert árás í London ... Bretland er nú í uppnámi í austri og vestri, suðri og norðri. Við höfum ítrekað varað bresku ríkisstjórnina og bresku þjóðina við frekari árásum. Við höfum staðið við loforð okkar og framkvæmt blessunarríkar árásir. Áfram vörum við ríkisstjórnir Danmerkur og Ítalíu og annarra krossfaraþjóða við. Við krefjumst þess að þessar þjóðir dragi heri sína frá Afganistan og Írak."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×