Segjast vera á slóð kortasvikara 21. júní 2005 00:01 Sérfræðingar í tölvuglæpum telja sig komna á slóð tölvusvikaranna sem náðu upplýsingum af um fjörutíu milljónum krítarkorta nýverið, þar á meðal af um 140 íslenskum kortum að því talið er. Enginn veit með vissu hversu miklum upplýsingum var stolið, en svörin gæti verið að finna á Netinu. Tungumálið er rússneska, þrjótarnir gæta síðanna afar vel en tölvufyrirtæki sem sérhæfa sig í eins konar svikavakt telja sig komin á slóðina. John Watters hjá fyrirtækinu Defense segir að menn þar hafi orðið varir við miklar umræður um stuldinn á rússneskum spjallrásum þar sem honum hafi verið lýst sem miklum sigri fyrir rafeindaglæpahópa. Talið er að upplýsingar af kortunum hafi þegar verið seldar á svörtum markaði og þau viðskipti gefa ágætlega af sér fyrir þrjótana. Svartmarkaðsvirði upplýsinga af almennu korti er um 300 íslenskar krónur, gullkortin kosta meira og svo má margfalda það með þeim milljónum korta sem þrjótarnir hafa komið verð. Allt frá Rússlandi til Brasilíu hafa þeir reynt að selja sem mest á sem skemmstum tíma, því þegar upp kemst um þjófnaðinn eru upplýsingarnar ekki auðseljanlegar. Mark Rasch, sérfræðingur í tölvuglæpum, segir að í gamla daga hafi tölvuþrjótar brotist inn og stolið krítarkortanúmeri til þess að kaupa sér nýtt sjónvarp. Það hafi hins vegar komist alltof auðveldlega upp um þá og þeir hafi því brugðið á það ráð að stela upplýsingum og selja þær þriðja aðila sem síðan noti þær. Þetta er því nokkurs konar kapphlaup milli krítarkortafyritækja og tölvuþrjóta og nú eru vonir bundnar við að krítarkort með örgjörva í stað töluvurandar muni gera þrjótunum erfiðara fyrir. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
Sérfræðingar í tölvuglæpum telja sig komna á slóð tölvusvikaranna sem náðu upplýsingum af um fjörutíu milljónum krítarkorta nýverið, þar á meðal af um 140 íslenskum kortum að því talið er. Enginn veit með vissu hversu miklum upplýsingum var stolið, en svörin gæti verið að finna á Netinu. Tungumálið er rússneska, þrjótarnir gæta síðanna afar vel en tölvufyrirtæki sem sérhæfa sig í eins konar svikavakt telja sig komin á slóðina. John Watters hjá fyrirtækinu Defense segir að menn þar hafi orðið varir við miklar umræður um stuldinn á rússneskum spjallrásum þar sem honum hafi verið lýst sem miklum sigri fyrir rafeindaglæpahópa. Talið er að upplýsingar af kortunum hafi þegar verið seldar á svörtum markaði og þau viðskipti gefa ágætlega af sér fyrir þrjótana. Svartmarkaðsvirði upplýsinga af almennu korti er um 300 íslenskar krónur, gullkortin kosta meira og svo má margfalda það með þeim milljónum korta sem þrjótarnir hafa komið verð. Allt frá Rússlandi til Brasilíu hafa þeir reynt að selja sem mest á sem skemmstum tíma, því þegar upp kemst um þjófnaðinn eru upplýsingarnar ekki auðseljanlegar. Mark Rasch, sérfræðingur í tölvuglæpum, segir að í gamla daga hafi tölvuþrjótar brotist inn og stolið krítarkortanúmeri til þess að kaupa sér nýtt sjónvarp. Það hafi hins vegar komist alltof auðveldlega upp um þá og þeir hafi því brugðið á það ráð að stela upplýsingum og selja þær þriðja aðila sem síðan noti þær. Þetta er því nokkurs konar kapphlaup milli krítarkortafyritækja og tölvuþrjóta og nú eru vonir bundnar við að krítarkort með örgjörva í stað töluvurandar muni gera þrjótunum erfiðara fyrir.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira