Innlent

Athugasemdir vegna sameiningar

Skólastjórnendur leik- og grunnskóla Vestmanneyjarbæjar gera alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð bæjarstjórnarmanna vegna sameiningar leikskólanna og grunnskólanna undir eina yfirstjórn á næsta ári. Í greinargerð frá stjórnendunum á fundi skólamálaráðs í Eyjum á föstudag kemur fram að þeir hafi vonast til að ný skýrsla um skóla- og æskulýðsmál í bænum yrði grundvöllur fyrir þær endurbætur sem menn ætluðu að leggja í. Þeir harma að áður en skýrslan hafi verið komin til umræðu hafi verið samþykkt stefnumörkun sem raski starfi þessara stofnana. Þetta kemur fram í Eyjafréttum.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×